Íslenski boltinn

Stjarnan mætir KR | Blikar heimsækja Fram

Kolbeinn Tumi Daðason í Laugardal skrifar
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, og Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR.
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, og Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR. Mynd/Stefán
Bikarmeistarar KR heimsækja Stjörnuna í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Framarar fengu heimaleik gegn Breiðabliki.

Leikirnir fara fram þann 31. júlí og 1. ágúst. Drátturinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Fram og Breiðablik mættust í úrslitaleik keppninnar árið 2009 og höfðu Blikar betur eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Stjarnan og KR mættust í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem KR-ingar sigruðu 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×