Íslenski boltinn

Ætla ekki að fá hráka framan í mig

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hermann Hreiðarsson leyndi ekki skoðun sinni á rauða spjaldi Aaron Spear í viðtali í Borgunarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Hermann var afar ósáttur með rauða spjaldið sem Spear fékk í leiknum fyrir að ýta við Gunnari Þór Gunnarssyni, varnarmanni KR.

„Ef einhver kemur með andlitið framan í mig þá er alveg á hreinu að ég geri eitthvað í því. Ég ætla ekki að fá einhvern hráka framan í mig," sagði þjálfari Eyjamanna.

„Hann (Spear) gerir það skynsamlegasta í stöðunni. Hann ýtir í magahæð á hann frekar en að gera eitthvað heimskulegt eins og að fara í andlitið eða brjálast eitthvað," segir Hermann.

„Hann gerir mikið úr því, kastar sér upp í loftið og dettur, og dómarinn gefur rautt spjald. Þannig að reglan er röng."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×