Segir mikilvægan fótboltaleik hafa verið eyðilagðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2013 14:20 „Gunnar kastar sér niður eins og hann hefði orðið fyrir strætisvagni eða verið skotinn í brjóstið. Brostu allir viðstaddir að þessum tilburðum – líka KR-ingar." Þetta skrifar Páll Magnússon, útvarpsstjóri og stjórnarmaður hjá ÍBV, í aðsendum pistli á Fótbolti.net í dag. Útlistar Páll í pistlinum skoðun sína á brottvísun Aaron Spear í bikarleik ÍBV og KR á sunnudaginn. Heilmikið hefur verið fjallað um rauða spjald Spear og fór Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, meðal annars mikinn í viðtali eftir leikinn. Þá sagði Kjartan Henry Finnbogason, hetja KR í leiknum, að um heimskulega hegðun hefði verið að ræða hjá Spear. Umdeildu atvikin úr leiknum og mörkin má sjá í spilaranum að ofan. Páll er þeirrar skoðunar að Magnús Þórisson, dómari leiksins, hefði átt að spjalda báða leikmenn í umræddu atviku. Aaron fyrir að bera fyrir sig hendur og Gunnar Þór Gunnarsson, leikmann KR, „fyrir hlægilegan leikaraskap." Páll er sammála ákvörðun Magnúsar dómara um rauða spjaldið á Ragnar Pétursson undir lok leiksins fyrir tæklingu á umræddum Gunnari Þór. Í kjölfar tæklingarinnar lagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, á sig langa leið og ýtti við Ragnari sem þegar hafði verið vikið af velli. Ragnar kippti sér lítið upp við hrindinguna og stóð í lappirnar. „Bjuggust nú allir við að Magnús yrði samkvæmur sjálfum frá atvikinu fyrr í leiknum: rautt spjald fyrir að ýta! Nei, núna bara gult spjald," skrifar Páll og heldur áfram: „Þessar ákvarðanir Magnúsar voru svo augljóslega rangar og samræmislausar að mörgum var til efs að um einföld mistök gæti verið að ræða. Hér hlyti að vera á ferðinni ásetningur um að fækka í öðru liðinu við fyrsta mögulega tækifæri en alls ekki í hinu við samskonar tækifæri. Hvað sem því líður eru þessi mistök af þeirri stærðargráðu að KSÍ hlýtur að grípa til einhverra ráðstafana. Það gengur einfaldlega ekki að mikilvægir fótboltaleikir séu eyðilagðir með þessum hætti."Pistilinn í heild sinni má sjá hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
„Gunnar kastar sér niður eins og hann hefði orðið fyrir strætisvagni eða verið skotinn í brjóstið. Brostu allir viðstaddir að þessum tilburðum – líka KR-ingar." Þetta skrifar Páll Magnússon, útvarpsstjóri og stjórnarmaður hjá ÍBV, í aðsendum pistli á Fótbolti.net í dag. Útlistar Páll í pistlinum skoðun sína á brottvísun Aaron Spear í bikarleik ÍBV og KR á sunnudaginn. Heilmikið hefur verið fjallað um rauða spjald Spear og fór Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, meðal annars mikinn í viðtali eftir leikinn. Þá sagði Kjartan Henry Finnbogason, hetja KR í leiknum, að um heimskulega hegðun hefði verið að ræða hjá Spear. Umdeildu atvikin úr leiknum og mörkin má sjá í spilaranum að ofan. Páll er þeirrar skoðunar að Magnús Þórisson, dómari leiksins, hefði átt að spjalda báða leikmenn í umræddu atviku. Aaron fyrir að bera fyrir sig hendur og Gunnar Þór Gunnarsson, leikmann KR, „fyrir hlægilegan leikaraskap." Páll er sammála ákvörðun Magnúsar dómara um rauða spjaldið á Ragnar Pétursson undir lok leiksins fyrir tæklingu á umræddum Gunnari Þór. Í kjölfar tæklingarinnar lagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, á sig langa leið og ýtti við Ragnari sem þegar hafði verið vikið af velli. Ragnar kippti sér lítið upp við hrindinguna og stóð í lappirnar. „Bjuggust nú allir við að Magnús yrði samkvæmur sjálfum frá atvikinu fyrr í leiknum: rautt spjald fyrir að ýta! Nei, núna bara gult spjald," skrifar Páll og heldur áfram: „Þessar ákvarðanir Magnúsar voru svo augljóslega rangar og samræmislausar að mörgum var til efs að um einföld mistök gæti verið að ræða. Hér hlyti að vera á ferðinni ásetningur um að fækka í öðru liðinu við fyrsta mögulega tækifæri en alls ekki í hinu við samskonar tækifæri. Hvað sem því líður eru þessi mistök af þeirri stærðargráðu að KSÍ hlýtur að grípa til einhverra ráðstafana. Það gengur einfaldlega ekki að mikilvægir fótboltaleikir séu eyðilagðir með þessum hætti."Pistilinn í heild sinni má sjá hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira