Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Þór 1-3 | Mikilvæg stig norður Árni Jóhannsson skrifar 30. júní 2013 16:02 Mynd/Vilhelm Þór gerði góða ferð í Keflavík í dag þegar Keflavík tók á móti þeim í Pepsi- deild karla í knattspyrnu. Unnu þeir frækinn sigur 1-3 og hoppuðu þar með yfir Keflvíkinga í töflunni í áttunda sætið. Fátt markverkt gerðist fyrstu 25 mínútur leiksins en Keflvíkingar voru meira með boltann án þess þó að skapa sér færi sem vert er að minnast á. Á 26. mínútu leiksins fengu norðanmenn sitt fyrsta alvöru færi og nýttu þeir sér það þegar Chukwudi Ghijindu fékk sendingu frá Jóhanni Helga Hannessyni og afgreiddi hann boltann auðveldlega í markið. Chuck fékk þarna allt það pláss sem hann vildi og þakkaði pent fyrir það, hinsvegar var sofanda háttur yfir varnarmönnum heimamanna á þessum tímapunkti. Markið gaf gestunum ágætis byr undir báða vængi en virtist ekki slá heimamenn út af laginu sem héldu áfram að vera betri aðilinn og meira með boltann án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu Keflvíkingar aðra blauta tusku í andlitið þegar Chuck þegar hann sólaði Magnús Þóri Matthíasson og skaut að marki. David Preece varði skotið en Jóhann Helgi Hannesson var réttur maður á réttum stað og þrumaði knettinum í autt markið af meters færi. Þar með voru Þórsarar komnir með tveggja marka forystu og gengu þeir með hana til búningsherbergja í hálfleik. Þórsarar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Keflvíkingar án þess þó að ná að nýta sér það en þegar um 15 mínútur voru liðnar af hálfleiknum tóku Keflvíkingar aftur völdin á vellinum. Sömu sögu var þó að segja og sköpuðu heimamenn sér afskaplega fá færi og nýttu ekki þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þegar fimm mínútur lifðu eftir af leiknum ráku gestirnir síðan seinasta naglann í kistu Keflvíkinga þegar Orri Freyr Hjaltalín sendi stórglæsilega sendingu inn fyrir vörn heimamanna, sem höfðu hætt sér of framarlega á völlinn, þar sem Sveinn Elíar Jónsson tók við boltanum fór auðveldlega framhjá markverði heimamanna og renndi boltanum í markið. Þar með var forystan orðin þrjú mörk og norðanmenn gátu verið vissir með að landa þremur stigum. Arnór Ingvi Traustason klóraði síðan í bakkann fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma með stórglæsilegu marki. Eins og áður segir voru Keflvíkingar meira með boltann í leiknum og réðu ferðinni en fengu ekkert fyrir það út úr leiknum. Þórsarar spiluðu hinsvegar skynsamlega voru þéttir fyrir í vörninni og nýttu sín færi fullkomlega og gerðu færri mistök en heimamenn og fengu því stigin sem í boði voru í Keflavík í dag.Páll Viðar: Kærkomin þrjú stig „Þetta voru kærkomin þrjú stig hjá mínum mönnum í dag. Ég bjóst við að Keflvíkingar myndu spila svona, þeir eru vel spilandi lið og hraðir og því þurftum við að þétta vörnina og gefa fá færi á okkur. Það virkaði vel í dag og við refsuðum fyrir mistökin sem Keflvíkingar gerðu,“ sagði Páll Viðar Gíslason eftir sigur sinna manna á Nettó vellinum í dag. Páll taldi það vera mjög mikilvægt að ná í sem flest stig á útivelli til að sogast ekki neðarlega í töflunni. „Það hefur náttúrulega verið stefnan frá fyrsta leik að ná eins mörg stig á útivöllum og við mögulega getum þar sem við höfum ekki verið frægir fyrir að vinna marga leiki á útivöllum. Þegar við erum byrjaðir að leka mörkum á heimavelli líka þá verða stigin að koma á útivelli líka. Einnig fannst mér mjög flott að sjá Þórs liðið leggja allt undir í dag landa þessum sigri og fá strákarnir hrós fyrir það. „Við höfum ekkert verið að spá í félagsskiptaglugganum, það er nóg af hlutum sem ég hef verið upptekinn að undanfarið sem er kannski ekkert óeðlilegt miðað við ganginn á okkar liði og ef ég mætti óska einhvers þá er það að þessi hópur klári mótið og klári það vel án þess að þurfa að bæta við mannskap,“ bætti Páll við í lokinn þegar spurt var um hvort einhverjum yrði bætt við í félagsskiptaglugganum sem opnar eftir tvær vikur.Kristján: Of mörg tæknileg mistök „Við vorum búnir að teikna þrjú stig og sigur í dag og að við myndum spila betur en því miður fór þetta svona. Við gerðum of mörg tæknileg mistök og sérstaklega voru sendingarnar slæmar, beint í fæturnar á Þórsurum eða út af. Það á samt að vera auðvelt að laga það en okkur tókst ekki að laga það í seinni hálfleik en þarf að vera komið í lag fyrir næsta leik“, sagði niðurlútur Kristján Guðmundsson eftir leik og bætti hann við að Keflvíkingar hefðu þurft að komast í betri opnari svæði sóknarleiknum þrátt fyrir að hafa fengið ágætis hálffæri í leiknum. „Magnús og Halldór Kristinn fá núna tvær vikur til að vinna í sínum meiðslum og þessar tvær vikur verða kærkomnar til að koma mínum áherslum að. Ég fékk mörg svör frá liðinu í dag, maður verður að taka bæði úr sigurleikjum og tapleikjum og lærir maður oft betur af tapleikjum. Núna verðum við laga ýmislegt og setja okkur í gang og verða betri“, sagði Kristján um pásuna sem liðið fær næstu tvær vikur og stöðuna á Magnúsi Þór Magnússyni og Halldór Kristni Halldórssyni. Aðspurður um heimavallagengi Keflvíkinga hafði Kristján þetta að segja: „Ég veit ekki hvort það sé heimavallar grýla en liðið er ekki búið að vinna á heimavelli en það þarf að fara að gerast til að gleðja fólkið hérna í bænum, það nennir ekkert að mæta á völlinn ef liðið vinnur ekki heimaleikina.“ Bætti hann svo við um félagsskiptagluggann: „Ef við sjáum það að við þurfum að bæta við okkur mannskap þá gerum við það en það eru svo flottir strákar hérna í Keflavík bæði á fyrstu árunum sínum í meistaraflokki og alveg niður í annan flokk að við þurfum bara að meta það mjög vandlega hvort að þeir standi ekki bara vaktina þegar þeir koma inn á eins og Elías Már Ómarsson í dag og stóð hann sig mjög vel.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Þór gerði góða ferð í Keflavík í dag þegar Keflavík tók á móti þeim í Pepsi- deild karla í knattspyrnu. Unnu þeir frækinn sigur 1-3 og hoppuðu þar með yfir Keflvíkinga í töflunni í áttunda sætið. Fátt markverkt gerðist fyrstu 25 mínútur leiksins en Keflvíkingar voru meira með boltann án þess þó að skapa sér færi sem vert er að minnast á. Á 26. mínútu leiksins fengu norðanmenn sitt fyrsta alvöru færi og nýttu þeir sér það þegar Chukwudi Ghijindu fékk sendingu frá Jóhanni Helga Hannessyni og afgreiddi hann boltann auðveldlega í markið. Chuck fékk þarna allt það pláss sem hann vildi og þakkaði pent fyrir það, hinsvegar var sofanda háttur yfir varnarmönnum heimamanna á þessum tímapunkti. Markið gaf gestunum ágætis byr undir báða vængi en virtist ekki slá heimamenn út af laginu sem héldu áfram að vera betri aðilinn og meira með boltann án þess þó að skapa sér alvöru marktækifæri. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu Keflvíkingar aðra blauta tusku í andlitið þegar Chuck þegar hann sólaði Magnús Þóri Matthíasson og skaut að marki. David Preece varði skotið en Jóhann Helgi Hannesson var réttur maður á réttum stað og þrumaði knettinum í autt markið af meters færi. Þar með voru Þórsarar komnir með tveggja marka forystu og gengu þeir með hana til búningsherbergja í hálfleik. Þórsarar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Keflvíkingar án þess þó að ná að nýta sér það en þegar um 15 mínútur voru liðnar af hálfleiknum tóku Keflvíkingar aftur völdin á vellinum. Sömu sögu var þó að segja og sköpuðu heimamenn sér afskaplega fá færi og nýttu ekki þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þegar fimm mínútur lifðu eftir af leiknum ráku gestirnir síðan seinasta naglann í kistu Keflvíkinga þegar Orri Freyr Hjaltalín sendi stórglæsilega sendingu inn fyrir vörn heimamanna, sem höfðu hætt sér of framarlega á völlinn, þar sem Sveinn Elíar Jónsson tók við boltanum fór auðveldlega framhjá markverði heimamanna og renndi boltanum í markið. Þar með var forystan orðin þrjú mörk og norðanmenn gátu verið vissir með að landa þremur stigum. Arnór Ingvi Traustason klóraði síðan í bakkann fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma með stórglæsilegu marki. Eins og áður segir voru Keflvíkingar meira með boltann í leiknum og réðu ferðinni en fengu ekkert fyrir það út úr leiknum. Þórsarar spiluðu hinsvegar skynsamlega voru þéttir fyrir í vörninni og nýttu sín færi fullkomlega og gerðu færri mistök en heimamenn og fengu því stigin sem í boði voru í Keflavík í dag.Páll Viðar: Kærkomin þrjú stig „Þetta voru kærkomin þrjú stig hjá mínum mönnum í dag. Ég bjóst við að Keflvíkingar myndu spila svona, þeir eru vel spilandi lið og hraðir og því þurftum við að þétta vörnina og gefa fá færi á okkur. Það virkaði vel í dag og við refsuðum fyrir mistökin sem Keflvíkingar gerðu,“ sagði Páll Viðar Gíslason eftir sigur sinna manna á Nettó vellinum í dag. Páll taldi það vera mjög mikilvægt að ná í sem flest stig á útivelli til að sogast ekki neðarlega í töflunni. „Það hefur náttúrulega verið stefnan frá fyrsta leik að ná eins mörg stig á útivöllum og við mögulega getum þar sem við höfum ekki verið frægir fyrir að vinna marga leiki á útivöllum. Þegar við erum byrjaðir að leka mörkum á heimavelli líka þá verða stigin að koma á útivelli líka. Einnig fannst mér mjög flott að sjá Þórs liðið leggja allt undir í dag landa þessum sigri og fá strákarnir hrós fyrir það. „Við höfum ekkert verið að spá í félagsskiptaglugganum, það er nóg af hlutum sem ég hef verið upptekinn að undanfarið sem er kannski ekkert óeðlilegt miðað við ganginn á okkar liði og ef ég mætti óska einhvers þá er það að þessi hópur klári mótið og klári það vel án þess að þurfa að bæta við mannskap,“ bætti Páll við í lokinn þegar spurt var um hvort einhverjum yrði bætt við í félagsskiptaglugganum sem opnar eftir tvær vikur.Kristján: Of mörg tæknileg mistök „Við vorum búnir að teikna þrjú stig og sigur í dag og að við myndum spila betur en því miður fór þetta svona. Við gerðum of mörg tæknileg mistök og sérstaklega voru sendingarnar slæmar, beint í fæturnar á Þórsurum eða út af. Það á samt að vera auðvelt að laga það en okkur tókst ekki að laga það í seinni hálfleik en þarf að vera komið í lag fyrir næsta leik“, sagði niðurlútur Kristján Guðmundsson eftir leik og bætti hann við að Keflvíkingar hefðu þurft að komast í betri opnari svæði sóknarleiknum þrátt fyrir að hafa fengið ágætis hálffæri í leiknum. „Magnús og Halldór Kristinn fá núna tvær vikur til að vinna í sínum meiðslum og þessar tvær vikur verða kærkomnar til að koma mínum áherslum að. Ég fékk mörg svör frá liðinu í dag, maður verður að taka bæði úr sigurleikjum og tapleikjum og lærir maður oft betur af tapleikjum. Núna verðum við laga ýmislegt og setja okkur í gang og verða betri“, sagði Kristján um pásuna sem liðið fær næstu tvær vikur og stöðuna á Magnúsi Þór Magnússyni og Halldór Kristni Halldórssyni. Aðspurður um heimavallagengi Keflvíkinga hafði Kristján þetta að segja: „Ég veit ekki hvort það sé heimavallar grýla en liðið er ekki búið að vinna á heimavelli en það þarf að fara að gerast til að gleðja fólkið hérna í bænum, það nennir ekkert að mæta á völlinn ef liðið vinnur ekki heimaleikina.“ Bætti hann svo við um félagsskiptagluggann: „Ef við sjáum það að við þurfum að bæta við okkur mannskap þá gerum við það en það eru svo flottir strákar hérna í Keflavík bæði á fyrstu árunum sínum í meistaraflokki og alveg niður í annan flokk að við þurfum bara að meta það mjög vandlega hvort að þeir standi ekki bara vaktina þegar þeir koma inn á eins og Elías Már Ómarsson í dag og stóð hann sig mjög vel.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki