Uppnám á Alþingi vegna fundarboðs frá sjávarútvegsráðherra Karen Kjartansdóttir skrifar 21. júní 2013 20:04 Lögmaður forsvarsmanna undirskriftalista gegn lækkun veiðigjalds segir að þeim hafi borist hótanir af hálfu sjávarútvegsráðherra. Uppnám varð á Alþing í dag vegna málsins. Aðstoðarmaður ráðherra segist hafa gert mistök. Þeir Agnar Kristján Þorsteinsson og Ísak Jónsson, sem settu af stað undirskriftasöfnunina fyrir helgi, mættu í morgun til fundar með sjávarútvegsráðherra í dag og skiptust á skoðunum. Á fundinn mætti einnig Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, og gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að fundarboðinu. Ærið tilefni hafi verið fyrir tvímenningana að hafa með sér lögmann á fundinn vegna þess hvernig staðið var að honum. Segir hún Agnar, sem starfar hjá Reiknisstofnun Háskóla Íslands, hafa fengið skilaboð um fundinn með tölvupósti, smáskilaboðum og talað hafi verið inn á talhólfið hans en auk þess hafi yfirmaður hans fengið afrit af fundinum með ráðherranum. „Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en hótun. Það er ekki alltaf hægt að skýla sér á bak við það að um mistök hafi verið að ræða. Þegar boðað var til þessa fundar var margbúið að hafa samband við manninn með ýmsum leiðum en svo fær yfirmaðurinn líka afrit af fundarboði í tölvupósti. Þetta er ekki í lagi, hverjum og einum er frjálst að hafa sýnar skoðanir og þetta er klárlega hótun þegar um er að ræða svona boðun frá ráðherra," sagði Helga Vala í viðtali við Stöð 2 eftir fundinn. Stjórnarandstaðan deildi hart á Sigurð Inga á þingfundi á Alþingi eftir hádegi í dag vegna málsins og vildi að að hlé yrði gert á þingfundinum en í staðinn yrði boðið til fundar í stjórnskipunarnefnd og farið yrði yfir málið ásamt ráðherra. Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannessonar sjávarútvegsráðherra, var sú sem sendi skilaboðin fyrir hans hönd. Á fundinum í morgun baðst hún þegar í stað afsökunar og sagði að um mistök hefði verið að ræða. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir fréttir, sagðist hún hafa haldið að bæði netföngin tilheyrðu Agnari og ætlunin hafi ekki verið að sverta hann eða koma honum í vanda. Agnar sagði alla geta gert misstök og tók afsökunarbeiðnina gilda. Hann sagði yfirmann sinn hafa orðið hissa þegar hann fékk afrit af fundaboðinu. „Maður leyfir henni að njóta vafans, ég vissi ekki hvernig ég átti að túlka þetta en veit að allir geta gert mistök," segir Agnar um málið. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Lögmaður forsvarsmanna undirskriftalista gegn lækkun veiðigjalds segir að þeim hafi borist hótanir af hálfu sjávarútvegsráðherra. Uppnám varð á Alþing í dag vegna málsins. Aðstoðarmaður ráðherra segist hafa gert mistök. Þeir Agnar Kristján Þorsteinsson og Ísak Jónsson, sem settu af stað undirskriftasöfnunina fyrir helgi, mættu í morgun til fundar með sjávarútvegsráðherra í dag og skiptust á skoðunum. Á fundinn mætti einnig Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, og gerði hún alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að fundarboðinu. Ærið tilefni hafi verið fyrir tvímenningana að hafa með sér lögmann á fundinn vegna þess hvernig staðið var að honum. Segir hún Agnar, sem starfar hjá Reiknisstofnun Háskóla Íslands, hafa fengið skilaboð um fundinn með tölvupósti, smáskilaboðum og talað hafi verið inn á talhólfið hans en auk þess hafi yfirmaður hans fengið afrit af fundinum með ráðherranum. „Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en hótun. Það er ekki alltaf hægt að skýla sér á bak við það að um mistök hafi verið að ræða. Þegar boðað var til þessa fundar var margbúið að hafa samband við manninn með ýmsum leiðum en svo fær yfirmaðurinn líka afrit af fundarboði í tölvupósti. Þetta er ekki í lagi, hverjum og einum er frjálst að hafa sýnar skoðanir og þetta er klárlega hótun þegar um er að ræða svona boðun frá ráðherra," sagði Helga Vala í viðtali við Stöð 2 eftir fundinn. Stjórnarandstaðan deildi hart á Sigurð Inga á þingfundi á Alþingi eftir hádegi í dag vegna málsins og vildi að að hlé yrði gert á þingfundinum en í staðinn yrði boðið til fundar í stjórnskipunarnefnd og farið yrði yfir málið ásamt ráðherra. Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannessonar sjávarútvegsráðherra, var sú sem sendi skilaboðin fyrir hans hönd. Á fundinum í morgun baðst hún þegar í stað afsökunar og sagði að um mistök hefði verið að ræða. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir fréttir, sagðist hún hafa haldið að bæði netföngin tilheyrðu Agnari og ætlunin hafi ekki verið að sverta hann eða koma honum í vanda. Agnar sagði alla geta gert misstök og tók afsökunarbeiðnina gilda. Hann sagði yfirmann sinn hafa orðið hissa þegar hann fékk afrit af fundaboðinu. „Maður leyfir henni að njóta vafans, ég vissi ekki hvernig ég átti að túlka þetta en veit að allir geta gert mistök," segir Agnar um málið.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira