Innlent

Vilja að Illugi skýri málið

Jóhannes Stefánsson skrifar
Illugi Gunnarsson er menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson er menntamálaráðherra.
Stjórn Vöku, lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirætlana menntamálaráðherra um að draga úr fjárframlögum til LÍN. Hún fer þess á leit við nýskipaðan menntamálaráðherra, Illuga Gunnarsson, að hann varpi ljósi á málið.

„Við viljum helst fá menntamálaráðherra til að tjá sig um þetta opinberlega," segir Ísak Rúnarsson formaður Vöku í samtali við Vísi. „Það hafa engar eiginlegar tölur verið ræddar en það er útséð að þetta hefur mikil áhrif á studenta."

Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að stjórn Vöku hafi skilning á bágri fjárhagsstöðu ríkissjóðs og átti sig á því að víða þurfi að skera niður. Ekki sé þó rétt að gera slíkt í menntamálum. „Það hlýtur þó að vera forgangsverkefni þjóðarinnar að fjárfesta í sjálfri sér enda hefur margsinnis sýnt sig að aukinn mannauður leiðir til aukinnar hagsældar,“ segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsinguna í heild sinni má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×