Léttist um 50 kg Ellý Ármanns skrifar 27. júní 2013 14:00 Svana Jónsdóttir 37 ára þriggja barna móðir og amma öðlaðist nýtt líf eftir að hún ákvað að fara í hjáveituaðgerð í byrjun júní í fyrra. Hún var þunglynd og kvíðin og leið bara mjög illa áður en hún léttist í kjölfar aðgerðarinnar og byrjaði að hreyfa sig.Svana var þunglynd og leið mjög illa áður en hún fór í hjáveituaðgerð.Þorði ekki að stíga skrefið og fara í aðerðina „Sko ég var búin að hugsa um þessa aðgerð síðan árið 2006 en þorði aldrei að fara. Ég vissi að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum því ég var búin að reyna allt - að mér fannst og var bara komin með ógeð af sjálfri mér og mér leið bara alls ekki vel. Ég var þunglynd og með ofsakvíða þannig að ég fór inn á Reykjalund í prógram árið 2008 minnir mig og kláraði það en þegar ég gat farið í aðgerðina eftir það þá þorði ég bara alls ekki því ég var ekki búin að heyra mikið um hvernig hjáveituaðgerð færi með fólk eða góðar reynslusögur,“ útskýrir Svana.Þegar talið berst að þunglyndinu og vanlíðaninni svarar Svana: „Mér leið bara illa. Mér fannst eins og allir horfðu á mig með fyrirlitningarsvip. Bara eins og þegar ég fór í fatabúðir og fleira þá fannst mér allir hugsa: „Þú ert allt of feit fyrir þessi föt" og það átti alltaf við eins og þegar ég var í einhverjum veislum, árshátíðum og svoleiðis samkomum. Sjálfsálitið er svo lítið að maður er einhvernveginn langt inní skelinni. Svo var ég líka komin með allskonar stoðverki um allan líkamann eins og aum hné og liði en það hefur stór lagast eftir þessa aðgerð."Breytingin sem orðið hefur á Svönu er mikil. Hún er stórglæsileg og líður vel. Þessi mynd er tekin í byrjun júní 2013.Fékk annað tækifæri „Ég fékk síðan annað tækifæri síðasta vor og var boðið að fara í aðgerð. Ef ég hefði ekki farið þá kæmist ég sennilega ekki þannig að ég lét vaða. Ég sé sko alls ekki eftir því af því að mér hefur gengið alveg rosalega vel og ekkert vesen komið upp í mínu tilfelli en það eru því miður ekki allir svo heppnir. Ég mæli með þessari aðgerð ef fólk velur sér það því hún hjálpaði mér. Í heildina eru farin 50 kg."Svana er óþekkjanleg á þessari mynd sem var tekin sumarið 2011.Hjáveituaðgerðin „Hún er þannig að maður er á fljótandi fæði í þrjár vikur og tvær vikur á maukfæði. Svo ferðu að borða venjulega fæðu eftir þetta tímabil en í rosalega litlu magni og það er enn þannig í dag. Galdurinn er bara að gefa sér góðan tíma í að borða og tyggja matinn vel."Ég er ekki að fá mér risa marengskökusneið núna „Svo verður maður bara að prófa sig áfram. Það er ekki allt sem maður getur borðað eftir slíka aðgerð því sumt fer bara ílla í magann. En ég hef ekki lent í neinu slíku en maður verður að sjálfsögðu að passa sig og fara vel eftir öllum leiðbeiningum og lesa á innihaldið, passa kolvetnin og svona. Ég er ekki að fá mér risa marengskökusneið núna eins og ég gerði hérna áður. Ég veit ekki alveg hvernig hún færi með mig í dag," segir hún og hlær.Hvað með mataræði og hreyfingu. Breyttir þú einhverju í þeim efnum eftir að þú fórst í aðgerðina? „Ég reyni að hreyfa mig reglulega. Ég var í ræktinni í vetur en er meira í útivistinni núna.Lífið á Facebook - vertu með okkur í sumar! Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Svana Jónsdóttir 37 ára þriggja barna móðir og amma öðlaðist nýtt líf eftir að hún ákvað að fara í hjáveituaðgerð í byrjun júní í fyrra. Hún var þunglynd og kvíðin og leið bara mjög illa áður en hún léttist í kjölfar aðgerðarinnar og byrjaði að hreyfa sig.Svana var þunglynd og leið mjög illa áður en hún fór í hjáveituaðgerð.Þorði ekki að stíga skrefið og fara í aðerðina „Sko ég var búin að hugsa um þessa aðgerð síðan árið 2006 en þorði aldrei að fara. Ég vissi að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum því ég var búin að reyna allt - að mér fannst og var bara komin með ógeð af sjálfri mér og mér leið bara alls ekki vel. Ég var þunglynd og með ofsakvíða þannig að ég fór inn á Reykjalund í prógram árið 2008 minnir mig og kláraði það en þegar ég gat farið í aðgerðina eftir það þá þorði ég bara alls ekki því ég var ekki búin að heyra mikið um hvernig hjáveituaðgerð færi með fólk eða góðar reynslusögur,“ útskýrir Svana.Þegar talið berst að þunglyndinu og vanlíðaninni svarar Svana: „Mér leið bara illa. Mér fannst eins og allir horfðu á mig með fyrirlitningarsvip. Bara eins og þegar ég fór í fatabúðir og fleira þá fannst mér allir hugsa: „Þú ert allt of feit fyrir þessi föt" og það átti alltaf við eins og þegar ég var í einhverjum veislum, árshátíðum og svoleiðis samkomum. Sjálfsálitið er svo lítið að maður er einhvernveginn langt inní skelinni. Svo var ég líka komin með allskonar stoðverki um allan líkamann eins og aum hné og liði en það hefur stór lagast eftir þessa aðgerð."Breytingin sem orðið hefur á Svönu er mikil. Hún er stórglæsileg og líður vel. Þessi mynd er tekin í byrjun júní 2013.Fékk annað tækifæri „Ég fékk síðan annað tækifæri síðasta vor og var boðið að fara í aðgerð. Ef ég hefði ekki farið þá kæmist ég sennilega ekki þannig að ég lét vaða. Ég sé sko alls ekki eftir því af því að mér hefur gengið alveg rosalega vel og ekkert vesen komið upp í mínu tilfelli en það eru því miður ekki allir svo heppnir. Ég mæli með þessari aðgerð ef fólk velur sér það því hún hjálpaði mér. Í heildina eru farin 50 kg."Svana er óþekkjanleg á þessari mynd sem var tekin sumarið 2011.Hjáveituaðgerðin „Hún er þannig að maður er á fljótandi fæði í þrjár vikur og tvær vikur á maukfæði. Svo ferðu að borða venjulega fæðu eftir þetta tímabil en í rosalega litlu magni og það er enn þannig í dag. Galdurinn er bara að gefa sér góðan tíma í að borða og tyggja matinn vel."Ég er ekki að fá mér risa marengskökusneið núna „Svo verður maður bara að prófa sig áfram. Það er ekki allt sem maður getur borðað eftir slíka aðgerð því sumt fer bara ílla í magann. En ég hef ekki lent í neinu slíku en maður verður að sjálfsögðu að passa sig og fara vel eftir öllum leiðbeiningum og lesa á innihaldið, passa kolvetnin og svona. Ég er ekki að fá mér risa marengskökusneið núna eins og ég gerði hérna áður. Ég veit ekki alveg hvernig hún færi með mig í dag," segir hún og hlær.Hvað með mataræði og hreyfingu. Breyttir þú einhverju í þeim efnum eftir að þú fórst í aðgerðina? „Ég reyni að hreyfa mig reglulega. Ég var í ræktinni í vetur en er meira í útivistinni núna.Lífið á Facebook - vertu með okkur í sumar!
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira