Fótbolti

Nefbrotnaði og fékk heilahristing en kláraði leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vincent Kompay
Vincent Kompay Mynd / Getty Images

Vincent Kompany, leikmaður Manchester City, var illa leikinn eftir fínan sigur, 2-1, hjá Belgíu gegn Serbíu.

Liðið vann frábæran sigur á Serbíu í A-riðli í undankeppni HM í Brasilíu árið 2014 en Belgía er í efsta sæti riðilsins. 

Fyrirliðinn lenti í slæmu samstuði í leiknum með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og fékk heilahristing.

Leikmaðurinn lét það ekki á sig fá og lék allan leikinn í liðið Belga.

Á myndinni sem fylgir fréttinni hér að neðan má sjá hvernig Kompany leit út eftir leikinn en leikmaðurinn birti hana á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×