Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó 2-0 Sigmar Sigfússon á Kópavogsvelli skrifar 10. júní 2013 15:33 Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði bæði mörk Breiðabliks af vítapunktinum í 2-0 sigri á Víkingi Ólafsvík í kvöld. Emir Dokara fékk að líta beint rautt spjald strax á fimmtu mínútu er hann braut á Elfari Árna Aðalsteinssyni, sem var að sleppa í gegn. Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og rak Dokara af velli auk þess að dæma víti. Guðjón Pétur tók vítið og skoraði af öryggi. Eftir það þyngdist róður Ólafsvíkinga og var hann þungur fyrir. Blikar áttu fyrri hálfleikinn alveg skuldlausan og sköpuðu sér mörg færi. Þess utan var spilamennska og gæðin í fyrri hálfleik ekki góð en margar sendingar fóru forgörðum og aðrar voru einfaldlega lélegar. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en Blikar voru þó ávallt skrefinu á undan i leiknum. Það var svo á 61. mínútu sem Breiðablik fær annað víti. Einar Hjörleifsson, markmaður Víkings, braut þá klaufalega á Árna Vilhjálmssyni inn í teig. Guðjón Pétur Lýðusson fór í annað sinn á punktinn og skoraði örugglega. Eftir seinna markið var eingöngu eitt lið á vellinum. Breiðablik stjórnaði leiknum algjörlega án þess að spila vel á köflum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hann skilaði drengjunum frá Kópavogi þremur stigum. Víkingar voru ekki í góðum málum fyrir þennan leik en eftir rauðaspjaldið sem þeir fengu á fimmta mínútu var þetta nánast búið fyrir þá.Ejub: Rauða spjaldið fór alveg með okkur Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var ekki sáttur með rauða spjaldið sem hans menn fengu á sig í upphafi leiksins. „Ég ætla ekki að tala um það. Mér finnst að þið eigið að svara því,“ sagði Ejub augljóslega ekki sáttur og bætti við: „Við vorum að spila taktískt vel og vorum ekki að gefa mikið á okkur. Við það er ég nokkuð sáttur. En rauða spjaldið fór alveg með okkur,“ sagði Ejub. „Við ætlum að stoppa stutt við þennan leik og einbeita okkur að þeim næsta.“Ólafur: Samkvæmt knattspyrnulögum var þetta víti og rautt „Þið hefðuð getað lagt ykkur á köflum í þessum leik og líklega ekki misst af miklu. En þetta eru þrjú stig sem við fáum úr þessum leik og um það snýst leikurinn,“ sagði Ólafur H. Kristjánssson, þjálfari Blika eftir leikinn. „Var hann ekki aftastur og rændur færinu? jú hann var það og samkvæmt knattspyrnulögunum er það víti og rautt spjald,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Það er mjög súrt fyrir liðið sem brýtur af sér en við höfum líka lent í þeirra stöðu, svo við þekkjum það.“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira