Fótbolti

Danir steinlágu á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP

Möguleikar Dana á að komast á HM í Brasilíu á næsta ári minnkuðu talsvert í kvöld. Danir töpuðu þá stórt fyrir Armeníu á heimavelli, 4-0.

Danir eru með sex stig eftir jafn marga leiki og sitja í fjórða sæti B-riðils. Ítalía er á toppnum með fjórtán stig og Búlgaría er í öðru sæti með tíu.

Danir unnu Tékka á útivelli í mars en það var fyrsti sigur liðsins í undankeppninni.

Yura Movsisyan skoraði tvö mörk fyrir Armena í kvöld og þeir Aras Özbiliz og Henrikh Mkhitaryan eitt hvor. Armenar eru með sex stig eftir sigur kvöldsins, rétt eins og Danir.

Svíar unnu 2-0 sigur á Færeyingum í B-riðli en Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk leiksins, það síðara úr vítaspyrnu.

Hvíta-Rússland og Finnland gerðu svo 1-1 jafntefli í I-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×