Íslenski boltinn

Hermann tók veðmáli Mýrarboltamanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hermann sáttur með að hafa staðist áskorunina. Med honum á mynd er Jón Páll Hreinsson einn af forsvarsmönnum Mýrarboltans:
Hermann sáttur með að hafa staðist áskorunina. Med honum á mynd er Jón Páll Hreinsson einn af forsvarsmönnum Mýrarboltans:
ÍBV vann 1-0 sigur á BÍ/Bolungvarvík í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í gær. Fyrir leikinn skoruðu forsvarsmenn Evrópumeistaramótsins í Mýrarbolta á þjálfara liðsins, Hermann Hreiðarsson.

Áskorunin var í raun á veðmálsformi. Tækist ÍBV ekki að leggja BÍ/Bolungarvík að velli myndi Hermann mæta ásamt David James til Ísafjarðar um Verslunarmannahelgina og gegna stöðu yfirdómara.

„Hermann tók áskoruninni en samt mjög seint eða í uppótartíma í stöðunni 1-0 fyrir ÍBV og þeir manni fleiri," segir Grétar Örn Eiríksson hjá Mýrarboltafélagi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×