Stóra smjörmálið: Guðni tekur netdóna til bæna Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 14. júní 2013 11:40 Stóra smjörmálið! Guðni tók orðháka netsins til bæna í Morgunblaðinu en fékk í staðinni óvænta gagnrýni frá Gunnari Smára, fráfarandi formanni SÁÁ. Fyrir fjórum dögum greindi Vísir frá rannsókn hverrar niðurstaða er að smjör geri menn skapstygga og árásargjarna. Rætt var við Guðna Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra vegna málsins, og hann efaðist mjög um gildi rannsóknarninar. Nema, nú virðist sannleiksgildi niðurstöðu rannsóknarinnar liggja fyrir því nú eru menn komnir í hár saman, vegna smjörsins.Rassgarnarendi athugasemdakerfisins Guðni taldi rannsóknina ekki standast og ef svo væri þá eigi niðurstaða hennar alls ekki við um íslenska smjörið því "það er afburðasmjör." Í athugasemdakerfi fetta menn fingur út í málflutning Guðna; kalla hann "eintrjáning", "fáráðling og "risaeðlu". Guðni svarar fastur fyrir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. "Mér sýnist þeirra umræða komi úr rassgarnarendanum svo kurteislegt orðalag Skarphéðins í Njálu sé notað. [...] guð fyrirgefi þessum orðhákum og megi ástvinir ennfremur kenna þeim betri siði. Svona menn skemma alla rökræðu og skaða sjálfa sig jafnvel þó þeir hafi allar þær háskólagráður sem þeir státa af."Hið sýrða smjör En, þá að rökræðunni. Guðni, telur nefnilega, þegar allt kemur til alls, að nokkuð kunni að vera til í rannsókninni og vitnar til vina sinna sérfræðinga á sviði mjólkurgerðar: "Við búum til okkar smjör úr ferskum rjóma. En víðast hvar annars staðar, í Evrópu og Ameríku, er rjóminn sýrður áður en smjörið er framleitt. Þetta er tvennt ólíkt í bragði; ég hef lúmskan grun um að það sé sýrði rjóminn sem geti hugsanlega framkallað þessa meintu geðvonsku." En, Guðni hefur ekki bitið úr nálinni með sinn málflutning, því nú víkur sögunni á Facebook, þar sem fráfarandi formaður SÁÁ og mikill sérfræðingur um matargerð, Gunnar Smári Egilsson, tjáir sig um málið og setur á sérfróðan fyrirlestur um smjörið: "Guðni þekkir alveg sitt smjör. Íslenskt smjör er svokallað sætt smjör; það er búið til úr ósýrðum rjóma. Það er því skyldara amerísku iðnaðarsmjöri en evrópsku smöri, sem byggir á hefð sem er okkur því miður glötuð."Ambassador íslensku kýrinnar Gunnar Smári bendir á að íslenska smjörið sé minna feitt en evrópskt smjör almennt; eða 81% á móti 84% (oftast). Minni fita geri íslenska smjörið hvorki betra til baksturs né matargerðar, frekar öfugt segir Gunnar Smári sem er á skjön við það sem Guðni heldur fram. "Ég efast um íslenskir matreiðslumenn hafi haldið því fram við Guðna (nema þá til að gleðja hann tímabundið). Það sem einna verst við framleiðslu á sætu smjöri (eða ósýrðu smjöri) er að áfirnar sem verða til við framleiðsluna eru miklu lakari vara en létt sýrðar áfir sem renna af smjörinu við framleiðslu úr sýrðum rjóma. Iðnvæðing matarframleiðslunnar svipti okkur þeim góða drykk og einstaka hráefni til matargerðar. Að ósekju mætti Guðni, sérstakur ambassador kýrinnar, knýja bændur og forkólfa matariðnaðarins á Íslandi til að framleiða líka smjör að hætti þjóðlegrar matarmenningar; svo við fengjum aftur að smakka sýrt smjör - en ekki síður sýrðar áfir." Tengdar fréttir Íslenska smjörið best í heimi Ný rannsókn leiðir í ljós að smjörát geti gert menn illa í skapi og árásargjarna. Tilfinning Guðna Ágústssonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrir rannsókninni er sú að hún fái staðist: "Og alls ekki varðandi íslenska smjörið. Því það er afburðasmjör." 11. júní 2013 11:27 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Fyrir fjórum dögum greindi Vísir frá rannsókn hverrar niðurstaða er að smjör geri menn skapstygga og árásargjarna. Rætt var við Guðna Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra vegna málsins, og hann efaðist mjög um gildi rannsóknarninar. Nema, nú virðist sannleiksgildi niðurstöðu rannsóknarinnar liggja fyrir því nú eru menn komnir í hár saman, vegna smjörsins.Rassgarnarendi athugasemdakerfisins Guðni taldi rannsóknina ekki standast og ef svo væri þá eigi niðurstaða hennar alls ekki við um íslenska smjörið því "það er afburðasmjör." Í athugasemdakerfi fetta menn fingur út í málflutning Guðna; kalla hann "eintrjáning", "fáráðling og "risaeðlu". Guðni svarar fastur fyrir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. "Mér sýnist þeirra umræða komi úr rassgarnarendanum svo kurteislegt orðalag Skarphéðins í Njálu sé notað. [...] guð fyrirgefi þessum orðhákum og megi ástvinir ennfremur kenna þeim betri siði. Svona menn skemma alla rökræðu og skaða sjálfa sig jafnvel þó þeir hafi allar þær háskólagráður sem þeir státa af."Hið sýrða smjör En, þá að rökræðunni. Guðni, telur nefnilega, þegar allt kemur til alls, að nokkuð kunni að vera til í rannsókninni og vitnar til vina sinna sérfræðinga á sviði mjólkurgerðar: "Við búum til okkar smjör úr ferskum rjóma. En víðast hvar annars staðar, í Evrópu og Ameríku, er rjóminn sýrður áður en smjörið er framleitt. Þetta er tvennt ólíkt í bragði; ég hef lúmskan grun um að það sé sýrði rjóminn sem geti hugsanlega framkallað þessa meintu geðvonsku." En, Guðni hefur ekki bitið úr nálinni með sinn málflutning, því nú víkur sögunni á Facebook, þar sem fráfarandi formaður SÁÁ og mikill sérfræðingur um matargerð, Gunnar Smári Egilsson, tjáir sig um málið og setur á sérfróðan fyrirlestur um smjörið: "Guðni þekkir alveg sitt smjör. Íslenskt smjör er svokallað sætt smjör; það er búið til úr ósýrðum rjóma. Það er því skyldara amerísku iðnaðarsmjöri en evrópsku smöri, sem byggir á hefð sem er okkur því miður glötuð."Ambassador íslensku kýrinnar Gunnar Smári bendir á að íslenska smjörið sé minna feitt en evrópskt smjör almennt; eða 81% á móti 84% (oftast). Minni fita geri íslenska smjörið hvorki betra til baksturs né matargerðar, frekar öfugt segir Gunnar Smári sem er á skjön við það sem Guðni heldur fram. "Ég efast um íslenskir matreiðslumenn hafi haldið því fram við Guðna (nema þá til að gleðja hann tímabundið). Það sem einna verst við framleiðslu á sætu smjöri (eða ósýrðu smjöri) er að áfirnar sem verða til við framleiðsluna eru miklu lakari vara en létt sýrðar áfir sem renna af smjörinu við framleiðslu úr sýrðum rjóma. Iðnvæðing matarframleiðslunnar svipti okkur þeim góða drykk og einstaka hráefni til matargerðar. Að ósekju mætti Guðni, sérstakur ambassador kýrinnar, knýja bændur og forkólfa matariðnaðarins á Íslandi til að framleiða líka smjör að hætti þjóðlegrar matarmenningar; svo við fengjum aftur að smakka sýrt smjör - en ekki síður sýrðar áfir."
Tengdar fréttir Íslenska smjörið best í heimi Ný rannsókn leiðir í ljós að smjörát geti gert menn illa í skapi og árásargjarna. Tilfinning Guðna Ágústssonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrir rannsókninni er sú að hún fái staðist: "Og alls ekki varðandi íslenska smjörið. Því það er afburðasmjör." 11. júní 2013 11:27 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Íslenska smjörið best í heimi Ný rannsókn leiðir í ljós að smjörát geti gert menn illa í skapi og árásargjarna. Tilfinning Guðna Ágústssonar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fyrir rannsókninni er sú að hún fái staðist: "Og alls ekki varðandi íslenska smjörið. Því það er afburðasmjör." 11. júní 2013 11:27