"Fólk má alveg vera á móti þessari keppni" Jóhannes Stefánsson skrifar 14. júní 2013 13:51 Stúlkurnar kátar á sviðinu árið 2011 Mynd/ Daníel Rúnarsson Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin aftur í ár eftir að hafa fallið niður í fyrra. Keppnin hefur verið haldin allar götur síðan 1950 að undanskyldu árinu í fyrra samkvæmt Rafni Rafnssyni, sem stýrir framkvæmd keppninnar. Nokkur styr hefur myndast í kringum keppnina og til að mynda hefur alþingismaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skráð sig til leiks í einskonar mótmælaskyni. Sigríður sagði í samtali við Vísi í dag: „Það vakti athygli mína að einhverjum skyldi láta sér detta í hug að endurvekja keppni um útlit kvenna árið 2013." Um þetta segir Rafn: „Það er ekkert athugavert við það að henni finnist það. Við höfum öll mismunandi skoðanir, en við finnum fyrir miklum áhuga á keppninni og margir hafa hvatt okkur til að halda þetta í ár eftir að þetta hafði fallið niður í fyrra. Þetta hefur verið haldið svo til óslitið síðan 1950."Keppnin verður haldin 14. september næstkomandi.Mynd/ VilhelmMisskilningur um aldurstakmarkiðÞá hefur vakið athygli að ekkert sérstakt aldurstakmark hefur verið auglýst í tengslum við keppnina. Rafn segir að þó að það hafi ekki verið gert gæti ákveðins misskilnings í umræðum um það. „Það er ákveðinn misskilningur að þó að það sé ekki búið að auglýsa það neitt sérstaklega séu ekki neinar viðmiðanir í keppninni. Keppnin heitir náttúrulega Ungfrú Ísland og hugmyndin með keppninni er að finna einstakling til að taka þátt í Ungfrú Heimur fyrir Íslands hönd." Rafn bætir svo við: „Við höfum nú líka nokkrum sinnum unnið þá keppni og þá virðast allir vera vona ánægðir með keppnina. Inn í þessar fegurðarsamkeppnir erlendis er aldurstakmarkið oftast stelpur á bilinu 18 - 25 ára. En varðandi þetta aldurstakmark þá er vegna þess enginn tilgangur í því að taka inn umsækjendur sem eru utan þessa aldursbils, vegna þess að ef sigurvegari keppninnar væri utan aldursbilsins gæti hún ekki keppt í Ungfrú Heimur. Þess vegna er okkar viðmið 18 - 25 ára."Allar umsóknir verða metnar Aðspurður að því hvort hann telji suma þeirra sem hafa skráð sig í keppnina í gríni munu fá þáttökurétt segir Rafn. „Mér finnst mjög ólíklegt að sumir umsækjendurnir muni fá þáttökurétt í ljósi þess að aldursviðmiðið er 18 - 25 ára. Það er samt tekin ákvörðun um hvern einasta umsækjanda í inntökuferlinu. Ég get samt eiginlega ekki tjáð mig um einstaka umsóknir því það er ekki í mínum höndum. Við viljum samt ekki vera að leita að neinni staðalímynd, þetta er Ungfrú Ísland og við viljum hafa einhvern fjölbreytileika í keppninni." Rafn kippir sér ekkert sérstaklega upp við gagnrýni í garð keppninnar. „Fólk má alveg vera á móti þessari keppni, það er ekkert mál. Það er fullt af fólki sem hefur áhuga á þessu og fylgist með keppninni ár eftir ár og þetta hefur verið haldið síðan 1950 við góðar undirtektir." Keppnin verður haldin á Broadway 14. september næstkomandi. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin aftur í ár eftir að hafa fallið niður í fyrra. Keppnin hefur verið haldin allar götur síðan 1950 að undanskyldu árinu í fyrra samkvæmt Rafni Rafnssyni, sem stýrir framkvæmd keppninnar. Nokkur styr hefur myndast í kringum keppnina og til að mynda hefur alþingismaðurinn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skráð sig til leiks í einskonar mótmælaskyni. Sigríður sagði í samtali við Vísi í dag: „Það vakti athygli mína að einhverjum skyldi láta sér detta í hug að endurvekja keppni um útlit kvenna árið 2013." Um þetta segir Rafn: „Það er ekkert athugavert við það að henni finnist það. Við höfum öll mismunandi skoðanir, en við finnum fyrir miklum áhuga á keppninni og margir hafa hvatt okkur til að halda þetta í ár eftir að þetta hafði fallið niður í fyrra. Þetta hefur verið haldið svo til óslitið síðan 1950."Keppnin verður haldin 14. september næstkomandi.Mynd/ VilhelmMisskilningur um aldurstakmarkiðÞá hefur vakið athygli að ekkert sérstakt aldurstakmark hefur verið auglýst í tengslum við keppnina. Rafn segir að þó að það hafi ekki verið gert gæti ákveðins misskilnings í umræðum um það. „Það er ákveðinn misskilningur að þó að það sé ekki búið að auglýsa það neitt sérstaklega séu ekki neinar viðmiðanir í keppninni. Keppnin heitir náttúrulega Ungfrú Ísland og hugmyndin með keppninni er að finna einstakling til að taka þátt í Ungfrú Heimur fyrir Íslands hönd." Rafn bætir svo við: „Við höfum nú líka nokkrum sinnum unnið þá keppni og þá virðast allir vera vona ánægðir með keppnina. Inn í þessar fegurðarsamkeppnir erlendis er aldurstakmarkið oftast stelpur á bilinu 18 - 25 ára. En varðandi þetta aldurstakmark þá er vegna þess enginn tilgangur í því að taka inn umsækjendur sem eru utan þessa aldursbils, vegna þess að ef sigurvegari keppninnar væri utan aldursbilsins gæti hún ekki keppt í Ungfrú Heimur. Þess vegna er okkar viðmið 18 - 25 ára."Allar umsóknir verða metnar Aðspurður að því hvort hann telji suma þeirra sem hafa skráð sig í keppnina í gríni munu fá þáttökurétt segir Rafn. „Mér finnst mjög ólíklegt að sumir umsækjendurnir muni fá þáttökurétt í ljósi þess að aldursviðmiðið er 18 - 25 ára. Það er samt tekin ákvörðun um hvern einasta umsækjanda í inntökuferlinu. Ég get samt eiginlega ekki tjáð mig um einstaka umsóknir því það er ekki í mínum höndum. Við viljum samt ekki vera að leita að neinni staðalímynd, þetta er Ungfrú Ísland og við viljum hafa einhvern fjölbreytileika í keppninni." Rafn kippir sér ekkert sérstaklega upp við gagnrýni í garð keppninnar. „Fólk má alveg vera á móti þessari keppni, það er ekkert mál. Það er fullt af fólki sem hefur áhuga á þessu og fylgist með keppninni ár eftir ár og þetta hefur verið haldið síðan 1950 við góðar undirtektir." Keppnin verður haldin á Broadway 14. september næstkomandi.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira