Heyrir níðsöngvana úr stúkunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2013 13:42 Mynd/Samsett „Sem stuðningsmenn og fótboltafólk verður við að íhuga hvernig við látum á pöllunum," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði karlaliðs KR í knattspyrnu. Bjarni var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-linu 977 í dag. Hann var spurður út í stemmninguna á áhorfendapöllunum í Pepsi-deildinni en Bjarni hefur fengið sinn skammt af níðsöngvum frá stuðningsmönnum andstæðinganna. „Það hefur nákvæmlega engin áhrif á mig hvað er öskrað inn á völlinn. Ef eitthvað er þá hvetur þetta mig áfram. En það hlýtur að vera hægt að finna leið þar sem þetta þarf ekki að vera svona ljótt," segir Bjarni.Fyrr í sumar bað Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, Bjarna afsökunar vegna söngva sinna um hann. Þótt söngvarnir hvetji hann til frekar til dáða en hitt hefur hann samt áhyggjur af fjölskyldu sinni í stúkunni. „Það er aftur á móti vera fyrir þau," segir Bjarni. „Þau eru orðin öllu vön en heilt yfir, fyrir þessa fallegu íþrótt, eigum við ekki að vera að velta okkur í þessu drullumalli." Bjarni segist heyra flesta söngva inn á völlinn. Ekki síst ef vindurinn blæs frá stúkunni og inn á völlinn. Rætt hefur verið um að stuðningsmenn erlendis hegði sér mun verra en íslenskir stuðningsmenn. Bjarni segir það aukaatriði. „Við getum ekki borið okkur saman við það sem gerist á Englandi þar sem þú veist ekki hver öskrar. Hér líturðu upp í stúku, sérð hver öskrar og veist nánast hvar hann á heima," segir Bjarni. Hafa verði í huga að börn séu í stúkunni. „Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Við verðum að finna leið því krakkarnir okkar alast upp í þessu umhverfi. Svo verða þau fullorðin, mæta á völlinn og taka eitt skref í viðbót," segir Bjarni. Hann vill að fjölskyldur geti mætt áhyggjulausar á völlinn og ekki verði komin sérstök hólf fyrir ólátastuðningsmenn eftir tíu til fimmtán ár. Fjallað hefur verið um hegðun áhorfenda í Pepsi-deildinni í sumar hér á Vísi. Fréttirnar má sjá hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
„Sem stuðningsmenn og fótboltafólk verður við að íhuga hvernig við látum á pöllunum," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði karlaliðs KR í knattspyrnu. Bjarni var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-linu 977 í dag. Hann var spurður út í stemmninguna á áhorfendapöllunum í Pepsi-deildinni en Bjarni hefur fengið sinn skammt af níðsöngvum frá stuðningsmönnum andstæðinganna. „Það hefur nákvæmlega engin áhrif á mig hvað er öskrað inn á völlinn. Ef eitthvað er þá hvetur þetta mig áfram. En það hlýtur að vera hægt að finna leið þar sem þetta þarf ekki að vera svona ljótt," segir Bjarni.Fyrr í sumar bað Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, Bjarna afsökunar vegna söngva sinna um hann. Þótt söngvarnir hvetji hann til frekar til dáða en hitt hefur hann samt áhyggjur af fjölskyldu sinni í stúkunni. „Það er aftur á móti vera fyrir þau," segir Bjarni. „Þau eru orðin öllu vön en heilt yfir, fyrir þessa fallegu íþrótt, eigum við ekki að vera að velta okkur í þessu drullumalli." Bjarni segist heyra flesta söngva inn á völlinn. Ekki síst ef vindurinn blæs frá stúkunni og inn á völlinn. Rætt hefur verið um að stuðningsmenn erlendis hegði sér mun verra en íslenskir stuðningsmenn. Bjarni segir það aukaatriði. „Við getum ekki borið okkur saman við það sem gerist á Englandi þar sem þú veist ekki hver öskrar. Hér líturðu upp í stúku, sérð hver öskrar og veist nánast hvar hann á heima," segir Bjarni. Hafa verði í huga að börn séu í stúkunni. „Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Við verðum að finna leið því krakkarnir okkar alast upp í þessu umhverfi. Svo verða þau fullorðin, mæta á völlinn og taka eitt skref í viðbót," segir Bjarni. Hann vill að fjölskyldur geti mætt áhyggjulausar á völlinn og ekki verði komin sérstök hólf fyrir ólátastuðningsmenn eftir tíu til fimmtán ár. Fjallað hefur verið um hegðun áhorfenda í Pepsi-deildinni í sumar hér á Vísi. Fréttirnar má sjá hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28
KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23
Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11