Heyrir níðsöngvana úr stúkunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2013 13:42 Mynd/Samsett „Sem stuðningsmenn og fótboltafólk verður við að íhuga hvernig við látum á pöllunum," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði karlaliðs KR í knattspyrnu. Bjarni var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-linu 977 í dag. Hann var spurður út í stemmninguna á áhorfendapöllunum í Pepsi-deildinni en Bjarni hefur fengið sinn skammt af níðsöngvum frá stuðningsmönnum andstæðinganna. „Það hefur nákvæmlega engin áhrif á mig hvað er öskrað inn á völlinn. Ef eitthvað er þá hvetur þetta mig áfram. En það hlýtur að vera hægt að finna leið þar sem þetta þarf ekki að vera svona ljótt," segir Bjarni.Fyrr í sumar bað Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, Bjarna afsökunar vegna söngva sinna um hann. Þótt söngvarnir hvetji hann til frekar til dáða en hitt hefur hann samt áhyggjur af fjölskyldu sinni í stúkunni. „Það er aftur á móti vera fyrir þau," segir Bjarni. „Þau eru orðin öllu vön en heilt yfir, fyrir þessa fallegu íþrótt, eigum við ekki að vera að velta okkur í þessu drullumalli." Bjarni segist heyra flesta söngva inn á völlinn. Ekki síst ef vindurinn blæs frá stúkunni og inn á völlinn. Rætt hefur verið um að stuðningsmenn erlendis hegði sér mun verra en íslenskir stuðningsmenn. Bjarni segir það aukaatriði. „Við getum ekki borið okkur saman við það sem gerist á Englandi þar sem þú veist ekki hver öskrar. Hér líturðu upp í stúku, sérð hver öskrar og veist nánast hvar hann á heima," segir Bjarni. Hafa verði í huga að börn séu í stúkunni. „Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Við verðum að finna leið því krakkarnir okkar alast upp í þessu umhverfi. Svo verða þau fullorðin, mæta á völlinn og taka eitt skref í viðbót," segir Bjarni. Hann vill að fjölskyldur geti mætt áhyggjulausar á völlinn og ekki verði komin sérstök hólf fyrir ólátastuðningsmenn eftir tíu til fimmtán ár. Fjallað hefur verið um hegðun áhorfenda í Pepsi-deildinni í sumar hér á Vísi. Fréttirnar má sjá hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Sem stuðningsmenn og fótboltafólk verður við að íhuga hvernig við látum á pöllunum," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði karlaliðs KR í knattspyrnu. Bjarni var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-linu 977 í dag. Hann var spurður út í stemmninguna á áhorfendapöllunum í Pepsi-deildinni en Bjarni hefur fengið sinn skammt af níðsöngvum frá stuðningsmönnum andstæðinganna. „Það hefur nákvæmlega engin áhrif á mig hvað er öskrað inn á völlinn. Ef eitthvað er þá hvetur þetta mig áfram. En það hlýtur að vera hægt að finna leið þar sem þetta þarf ekki að vera svona ljótt," segir Bjarni.Fyrr í sumar bað Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, Bjarna afsökunar vegna söngva sinna um hann. Þótt söngvarnir hvetji hann til frekar til dáða en hitt hefur hann samt áhyggjur af fjölskyldu sinni í stúkunni. „Það er aftur á móti vera fyrir þau," segir Bjarni. „Þau eru orðin öllu vön en heilt yfir, fyrir þessa fallegu íþrótt, eigum við ekki að vera að velta okkur í þessu drullumalli." Bjarni segist heyra flesta söngva inn á völlinn. Ekki síst ef vindurinn blæs frá stúkunni og inn á völlinn. Rætt hefur verið um að stuðningsmenn erlendis hegði sér mun verra en íslenskir stuðningsmenn. Bjarni segir það aukaatriði. „Við getum ekki borið okkur saman við það sem gerist á Englandi þar sem þú veist ekki hver öskrar. Hér líturðu upp í stúku, sérð hver öskrar og veist nánast hvar hann á heima," segir Bjarni. Hafa verði í huga að börn séu í stúkunni. „Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Við verðum að finna leið því krakkarnir okkar alast upp í þessu umhverfi. Svo verða þau fullorðin, mæta á völlinn og taka eitt skref í viðbót," segir Bjarni. Hann vill að fjölskyldur geti mætt áhyggjulausar á völlinn og ekki verði komin sérstök hólf fyrir ólátastuðningsmenn eftir tíu til fimmtán ár. Fjallað hefur verið um hegðun áhorfenda í Pepsi-deildinni í sumar hér á Vísi. Fréttirnar má sjá hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28
KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23
Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11