Heyrir níðsöngvana úr stúkunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2013 13:42 Mynd/Samsett „Sem stuðningsmenn og fótboltafólk verður við að íhuga hvernig við látum á pöllunum," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði karlaliðs KR í knattspyrnu. Bjarni var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-linu 977 í dag. Hann var spurður út í stemmninguna á áhorfendapöllunum í Pepsi-deildinni en Bjarni hefur fengið sinn skammt af níðsöngvum frá stuðningsmönnum andstæðinganna. „Það hefur nákvæmlega engin áhrif á mig hvað er öskrað inn á völlinn. Ef eitthvað er þá hvetur þetta mig áfram. En það hlýtur að vera hægt að finna leið þar sem þetta þarf ekki að vera svona ljótt," segir Bjarni.Fyrr í sumar bað Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, Bjarna afsökunar vegna söngva sinna um hann. Þótt söngvarnir hvetji hann til frekar til dáða en hitt hefur hann samt áhyggjur af fjölskyldu sinni í stúkunni. „Það er aftur á móti vera fyrir þau," segir Bjarni. „Þau eru orðin öllu vön en heilt yfir, fyrir þessa fallegu íþrótt, eigum við ekki að vera að velta okkur í þessu drullumalli." Bjarni segist heyra flesta söngva inn á völlinn. Ekki síst ef vindurinn blæs frá stúkunni og inn á völlinn. Rætt hefur verið um að stuðningsmenn erlendis hegði sér mun verra en íslenskir stuðningsmenn. Bjarni segir það aukaatriði. „Við getum ekki borið okkur saman við það sem gerist á Englandi þar sem þú veist ekki hver öskrar. Hér líturðu upp í stúku, sérð hver öskrar og veist nánast hvar hann á heima," segir Bjarni. Hafa verði í huga að börn séu í stúkunni. „Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Við verðum að finna leið því krakkarnir okkar alast upp í þessu umhverfi. Svo verða þau fullorðin, mæta á völlinn og taka eitt skref í viðbót," segir Bjarni. Hann vill að fjölskyldur geti mætt áhyggjulausar á völlinn og ekki verði komin sérstök hólf fyrir ólátastuðningsmenn eftir tíu til fimmtán ár. Fjallað hefur verið um hegðun áhorfenda í Pepsi-deildinni í sumar hér á Vísi. Fréttirnar má sjá hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
„Sem stuðningsmenn og fótboltafólk verður við að íhuga hvernig við látum á pöllunum," segir Bjarni Guðjónsson, fyrirliði karlaliðs KR í knattspyrnu. Bjarni var í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-linu 977 í dag. Hann var spurður út í stemmninguna á áhorfendapöllunum í Pepsi-deildinni en Bjarni hefur fengið sinn skammt af níðsöngvum frá stuðningsmönnum andstæðinganna. „Það hefur nákvæmlega engin áhrif á mig hvað er öskrað inn á völlinn. Ef eitthvað er þá hvetur þetta mig áfram. En það hlýtur að vera hægt að finna leið þar sem þetta þarf ekki að vera svona ljótt," segir Bjarni.Fyrr í sumar bað Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, Bjarna afsökunar vegna söngva sinna um hann. Þótt söngvarnir hvetji hann til frekar til dáða en hitt hefur hann samt áhyggjur af fjölskyldu sinni í stúkunni. „Það er aftur á móti vera fyrir þau," segir Bjarni. „Þau eru orðin öllu vön en heilt yfir, fyrir þessa fallegu íþrótt, eigum við ekki að vera að velta okkur í þessu drullumalli." Bjarni segist heyra flesta söngva inn á völlinn. Ekki síst ef vindurinn blæs frá stúkunni og inn á völlinn. Rætt hefur verið um að stuðningsmenn erlendis hegði sér mun verra en íslenskir stuðningsmenn. Bjarni segir það aukaatriði. „Við getum ekki borið okkur saman við það sem gerist á Englandi þar sem þú veist ekki hver öskrar. Hér líturðu upp í stúku, sérð hver öskrar og veist nánast hvar hann á heima," segir Bjarni. Hafa verði í huga að börn séu í stúkunni. „Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Við verðum að finna leið því krakkarnir okkar alast upp í þessu umhverfi. Svo verða þau fullorðin, mæta á völlinn og taka eitt skref í viðbót," segir Bjarni. Hann vill að fjölskyldur geti mætt áhyggjulausar á völlinn og ekki verði komin sérstök hólf fyrir ólátastuðningsmenn eftir tíu til fimmtán ár. Fjallað hefur verið um hegðun áhorfenda í Pepsi-deildinni í sumar hér á Vísi. Fréttirnar má sjá hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28
KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23
Sendu KR-ingum löngutöng Stuðningsmaður Íslandsmeistaraliðs FH í knattspyrnu karla fór nokkuð frjálslega með fingrahreyfingar sínar þegar KR kom í heimsókn í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. 11. júní 2013 14:11