Íslenski boltinn

Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar

Silfurskeiðin.
Silfurskeiðin.
Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar.

Þeir sungu vafasama níðsöngva um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, í gær og er málið meðal annars í skoðun hjá KSÍ.

Í yfirlýsingunni kemur fram að Silfurskeiðin hafi beðið Bjarna afsökunar.

Yfirlýsing Almars:

Stuðningsmenn íþróttaliða eiga að vera líflegir, skemmtilegir og jafnvel ögrandi. Í langflestum tilvikum hefur Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, staðið undir þessu.  En það má ekki að fara yfir strikið.

Níðsöngvar um nafngreinda leikmenn andstæðinga eiga ekkert skylt við þá umgjörð sem á að vera í kringum íþróttir.

Silfurskeiðin hefur beðið Bjarna Guðjónsson afsökunar á hegðun sinni. Fyrir hönd Stjörnunnar tek ég undir þá afsökunarbeiðni.

Forráðamenn Stjörnunnar munu í samvinnu við stuðningsmenn leitast við að gera umgjörðina líflega og skemmtilega og koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig.

 

F.h. knattspyrnudeildar Stjörnunnar

Almar Guðmundsson, formaður


Tengdar fréttir

KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar

Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×