Þingmaður Framsóknar greiðir ekki atkvæði með veiðigjaldafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júní 2013 20:15 Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira