"Þetta eru engin geimvísindi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2013 19:00 Steingrímur J. Sigfússon segir að ríkisstjórnin verði að skera niður á móti eða afla nýrra tekna vegna þeirra skatta sem verða lækkaðir. Fram kom í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag að uppsafnaður fjárlagahalli síðustu ára næmi 400 milljörðum króna. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, sem gegndi sama embætti stærstan hluta síðasta kjörtímabils voru framsögumenn í sérstakri umræðu um stöðu ríkisfjármála á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar gagnrýna einkum tvennt: Að fallið sé frá fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu á sama tíma og ferðaþjónustan malar gull og þeirri staðreynd að verið sé að lækka veiðigjöld í sjávarútvegi, en hagnaður útvegsins fyrir skatta og fjármagnsliði var 80 milljarðar 2011 og verður hann ekki mikið lægri á árinu 2012, ef marka má spár. Einkum hafa vakið athygli tölur sem sýna að fyrirtæki nátengd núverandi stjórnarflokkum, eins og Fisk Seafood í Skagafirði og Vísir í Grindavík, fá myndarlega lækkun veiðigjalda, gangi frumvarpið eftir. Umræðan var að mestu málefnaleg í þinginu í dag. Bjarni Benediktsson hrósaði síðustu ríkisstjórn fyrir að halda útgjöldum í skefjum, en sagði að á hefði vantað á tekjuhliðina til að drífa fjárfestingu af stað. Þess vegna hefðu hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson jafn lagt ríka áherslu á það og raun ber vitni að senda rétt skilaboð út í atvinnulífið til að örva fjárfestingu. Bjarni sagðist í umræðu um ríkisfjármál fallast á að síðasta ríkisstjórn hefði tekið við búi við erfiðar aðstæður, en menn gætu ekki skýlt sér á bak við það endalaust.Stöðug framúrkeyrsla fjárlaga „Það voru mjög erfiðar aðstæður sem menn tóku við á þeim tíma. Ef menn vilja á annað borð tala um árangur þá er (hins vegar) ekki hægt að horfa framhjá því hvernig tekist hefur á undanförnum árum að standa við fjárlög. Það er í raun og veru það sem við ræddum á blaðamannafundinum (um daginn innsk. blm) sem menn láta fara í taugarnar á sér. Hvernig stefnir í að fjárlög standi enn eitt árið. Þau stóðust ekki fyrir árið 2009, ekki fyrir árið 2010, ekki fyrir árið 2011 og ekki heldur fyrir árið 2012. Árið 2011 sagði fráfarandi ríkisstjórn að hún væri búin að ná frumjöfnuði. Það stóðst ekki. Það vantaði nokkra tugi milljarða upp á. Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar frá árinu 2009, uppsafnað. Og það vantar verulega mikið upp á, á hverju einasta ári að áætlanir í ríkisfjármálum gangi eftir. Þessi staða virðist enn og aftur vera uppi á teningnum,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon segir stærstan hluta uppsafnaðs halla vera vegna hrunsins.Stóðust betur þrátt fyrir óvissu „Það er alveg rétt að það er mikill uppsafnaður halli frá hruni, nema hvað. Við tókum við ríkissjóði með 216 milljarða króna halla 2008. Við höfum svo unnið hann niður í áföngum þangað til að hann er orðinn hverfandi núna. Við erum komin úr kannski 10-14 prósenta halla miðað við verga landsframleiðslu niður í 0,2 - 1 prósent, ef við giskum á þetta ár. Það er auðvitað himinn og haf milli þess. Síðara atriðið er rangt. Fjárlög stóðust betur þrátt fyrir óvissuna og erfiðleikana hér eftir hrun. Frávikið í fjáraukalögum var minna í prósentum talið en mörg ár þar á undan,“ segir Steingrímur. Steingrímur segist furða sig á þeirri ákvörðun að lækka gjöld á útgerðarmenn og falla frá áformum um hækkun VSK á gistiþjónustu. Samtals sé verið að búa til gat upp á 12 milljarða króna.Þú gjörþekkir þessar tölur, enda nýkominn úr ríkisstjórn. Hvað hefðir þú gert núna á sumarþinginu? „Ég hefði hangið á öllum tekjum sem ríkissjóður er þó kominn með í lög. Menn verða að hafa í huga að það er munur á því að halda inni tekjum sem þegar eru lögbundnar, eins og hér á við, og hinu að fara að afla tekna með nýjum pósitívum aðgerðum. Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt ennþá um neins konar mótvægisaðgerðir til að vega upp á móti því tekjutapi sem hún er hér að leggja til. Ætlar hún að afla tekna annars staðar? Og þá hvernig? Ætlar hún að skera niður á móti þessu? Eða ætlar hún að sætta sig við aukinn halla á ríkissjóði. Eitt af þrennu gerist ef ríkissjóður afsalar sér umtalsverðum tekjum: Hann verður að afla þeirra annars staðar, hann verður að skera niður á móti eða að halli ríkissjóðs vex. Þetta eru engin geimvísindi, heldur ösköp einfalt. Tekjur og gjöld, debit og kredit,“ segir Steingrímur. Tengdar fréttir "Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna. 18. júní 2013 14:37 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir að ríkisstjórnin verði að skera niður á móti eða afla nýrra tekna vegna þeirra skatta sem verða lækkaðir. Fram kom í máli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag að uppsafnaður fjárlagahalli síðustu ára næmi 400 milljörðum króna. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, sem gegndi sama embætti stærstan hluta síðasta kjörtímabils voru framsögumenn í sérstakri umræðu um stöðu ríkisfjármála á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar gagnrýna einkum tvennt: Að fallið sé frá fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu á sama tíma og ferðaþjónustan malar gull og þeirri staðreynd að verið sé að lækka veiðigjöld í sjávarútvegi, en hagnaður útvegsins fyrir skatta og fjármagnsliði var 80 milljarðar 2011 og verður hann ekki mikið lægri á árinu 2012, ef marka má spár. Einkum hafa vakið athygli tölur sem sýna að fyrirtæki nátengd núverandi stjórnarflokkum, eins og Fisk Seafood í Skagafirði og Vísir í Grindavík, fá myndarlega lækkun veiðigjalda, gangi frumvarpið eftir. Umræðan var að mestu málefnaleg í þinginu í dag. Bjarni Benediktsson hrósaði síðustu ríkisstjórn fyrir að halda útgjöldum í skefjum, en sagði að á hefði vantað á tekjuhliðina til að drífa fjárfestingu af stað. Þess vegna hefðu hann og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson jafn lagt ríka áherslu á það og raun ber vitni að senda rétt skilaboð út í atvinnulífið til að örva fjárfestingu. Bjarni sagðist í umræðu um ríkisfjármál fallast á að síðasta ríkisstjórn hefði tekið við búi við erfiðar aðstæður, en menn gætu ekki skýlt sér á bak við það endalaust.Stöðug framúrkeyrsla fjárlaga „Það voru mjög erfiðar aðstæður sem menn tóku við á þeim tíma. Ef menn vilja á annað borð tala um árangur þá er (hins vegar) ekki hægt að horfa framhjá því hvernig tekist hefur á undanförnum árum að standa við fjárlög. Það er í raun og veru það sem við ræddum á blaðamannafundinum (um daginn innsk. blm) sem menn láta fara í taugarnar á sér. Hvernig stefnir í að fjárlög standi enn eitt árið. Þau stóðust ekki fyrir árið 2009, ekki fyrir árið 2010, ekki fyrir árið 2011 og ekki heldur fyrir árið 2012. Árið 2011 sagði fráfarandi ríkisstjórn að hún væri búin að ná frumjöfnuði. Það stóðst ekki. Það vantaði nokkra tugi milljarða upp á. Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar frá árinu 2009, uppsafnað. Og það vantar verulega mikið upp á, á hverju einasta ári að áætlanir í ríkisfjármálum gangi eftir. Þessi staða virðist enn og aftur vera uppi á teningnum,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon segir stærstan hluta uppsafnaðs halla vera vegna hrunsins.Stóðust betur þrátt fyrir óvissu „Það er alveg rétt að það er mikill uppsafnaður halli frá hruni, nema hvað. Við tókum við ríkissjóði með 216 milljarða króna halla 2008. Við höfum svo unnið hann niður í áföngum þangað til að hann er orðinn hverfandi núna. Við erum komin úr kannski 10-14 prósenta halla miðað við verga landsframleiðslu niður í 0,2 - 1 prósent, ef við giskum á þetta ár. Það er auðvitað himinn og haf milli þess. Síðara atriðið er rangt. Fjárlög stóðust betur þrátt fyrir óvissuna og erfiðleikana hér eftir hrun. Frávikið í fjáraukalögum var minna í prósentum talið en mörg ár þar á undan,“ segir Steingrímur. Steingrímur segist furða sig á þeirri ákvörðun að lækka gjöld á útgerðarmenn og falla frá áformum um hækkun VSK á gistiþjónustu. Samtals sé verið að búa til gat upp á 12 milljarða króna.Þú gjörþekkir þessar tölur, enda nýkominn úr ríkisstjórn. Hvað hefðir þú gert núna á sumarþinginu? „Ég hefði hangið á öllum tekjum sem ríkissjóður er þó kominn með í lög. Menn verða að hafa í huga að það er munur á því að halda inni tekjum sem þegar eru lögbundnar, eins og hér á við, og hinu að fara að afla tekna með nýjum pósitívum aðgerðum. Ríkisstjórnin hefur ekkert sagt ennþá um neins konar mótvægisaðgerðir til að vega upp á móti því tekjutapi sem hún er hér að leggja til. Ætlar hún að afla tekna annars staðar? Og þá hvernig? Ætlar hún að skera niður á móti þessu? Eða ætlar hún að sætta sig við aukinn halla á ríkissjóði. Eitt af þrennu gerist ef ríkissjóður afsalar sér umtalsverðum tekjum: Hann verður að afla þeirra annars staðar, hann verður að skera niður á móti eða að halli ríkissjóðs vex. Þetta eru engin geimvísindi, heldur ösköp einfalt. Tekjur og gjöld, debit og kredit,“ segir Steingrímur.
Tengdar fréttir "Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna. 18. júní 2013 14:37 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
"Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna. 18. júní 2013 14:37