Erlent

Játar ofbeldi fyrir lögreglu en neitar í fjölmiðlum

Hjónin fara ítrekað út að borða á staðinn sem atvikið átti sér stað. Þessi mynd var tekin í desember á síðasta ári.
Hjónin fara ítrekað út að borða á staðinn sem atvikið átti sér stað. Þessi mynd var tekin í desember á síðasta ári.
Listjöfurinn Charles Saatchi heldur enn fram sakleysi sínu, þrátt fyrir að hafa játað fyrir lögreglu í Lundúnum að hafa veist að eiginkonu sinni, sjónvarpskokknum Nigellu Lawson, með ofbeldi.

Breska dagblaðið Daily Mail greinir frá því að lisverkasafnarinn haldi enn fram að hann hafi ekki beitt konu sína ofbeldi á uppáhaldsveitingastað þeirra hjóna, heldur hafi hann játað verknaðinn fyrir lögreglu til þess að ljúka málinu hið fyrsta.

Gestur á veitingastaðnum náði myndum af Saatchi þar sem hann greip utan um háls Nigellu og hún virtist óttaslegin. Þá virtist hann einnig klípa í nefið á Nigellu þar sem hún sat grátandi fyrir framan hann.

Myndirnar benda eindregið til þess að hann hafi beitt hana ofbeldi á veitingastaðnum, en sjálfur vill hann meina að hálstakið hafi verið gáskafullt viðmót í rifrildi þeirra á milli. Hann segir konu sína hafa grátið því henni hafi fundist leitt að þau væru að rífast.

Hann heldur því enn fram sakleysi sínu þrátt fyrir að hafa játað sekt fyrir lögreglu, auk þess hefur eiginkona hans hefur yfirgefið heimilið.

Gestir á veitingastaðnum lýsa samskiptum þeirra þó með ólikum hætti en hann sjálfur. Þeir segja engan vafa á því að þau hjónin hafi rifist harkalega og að hann hafi beitt hana ofbeldi.

Saatchi hefur komið víða við í bresku þjóðlífi. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa skipulagt kosningabaráttur Margaretar Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

Myndirnar óhugnanlegu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×