"Það nota allir kynlíf í auglýsingum" Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 13:49 Hörður Sveinsson segir kynlíf koma fyrir mjög víða í auglýsingum „Það nota allir kynlíf í auglýsingum." Þetta segir Hörður Sveinsson ljósmyndari og grafískur hönnuður. Hörður gaf út lokaverkefni sitt frá Listaháskólanum fyrr í mánuðinum en Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur var leiðbeinandi Harðar í ritgerðinni. Hörður segir að vegna mikillar samkeppni þurfi auglýsendur oft að ganga ansi langt til að reyna að fanga athygli hugsanlegra kaupenda á hinum ýmsu mörkuðum. „Þetta byrjaði í tóbaksauglýsingum og svo jafnt og þétt óx þetta. Það er til rosalega mikið efni um þetta á netinu," segir Hörður. „Þetta er mjög neikvætt, þetta sýnir mjög brenglaðar staðalímyndir af kynjunum og sérstaklega konum. Það er ótrúlegt að það nota allir kynlíf í auglýsingum, sama hvort þú ert að auglýsa sjampó, svitalyktareyði eða karlmannsnærbuxur." Hörður bætir við: „Fólk eru ekkert að fara að hætta að nota kynlíf í auglýsingum, þetta er notað til að sjokkera og vekja athygli og þetta virkar alveg til þess. Þetta er hinsvegar frekar neikvætt að því leyti að þetta getur orðið til þess þú útilokar stóran hóp kaupenda af því að það kann að móðgast og þetta getur líka ýtt undir neikvæðar staðalímyndir kynjanna. Dæmi um það er til dæmis auglýsingin hjá Benetton í Smáralind um daginn." Aðspurður að því hvort það sé óhjákvæmilegt að auglýsendur noti kynlíf í auglýsingum til að standast samkeppnisaðilunum snúning segir Hörður: „Það er alveg í boði að nota ekki kynlíf til að fanga athygli. Það er til dæmis hægt að nota húmor og margt margt annað. Það þarf ekki að nota hálfbera líkama til að auglýsa kexkökur."Þessi auglýsing fór fyrir brjóstið á sumum þegar hún kom út.Minna af kynlífi í íslenskum auglýsingum Hörður segir kynlíf í auglýsingum þó ekki mikið notað á Íslandi í samaburði við það sem gengur og gerist erlendis. Í ritgerðinni gerir hann að umtalsefni fræga auglýsingu frá Smáralind sem olli miklu fjaðrafoki þegar hún var birt. Frægt er að Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir, doktor í fjölmiðlafræði, sagði myndina sýna barnunga stúlkuna í „velþekktri stellingu úr klámmyndunum," en ummælin voru mjög umdeild. Hörður er ekki sammála því að hægt sé að tala um auglýsingin sé klámfengin og að ekki hafi verið ástæða til að birta hana ekki. Hann tekur þó fram að stellingin sem stúlkan sést í sé óheppileg. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
„Það nota allir kynlíf í auglýsingum." Þetta segir Hörður Sveinsson ljósmyndari og grafískur hönnuður. Hörður gaf út lokaverkefni sitt frá Listaháskólanum fyrr í mánuðinum en Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur var leiðbeinandi Harðar í ritgerðinni. Hörður segir að vegna mikillar samkeppni þurfi auglýsendur oft að ganga ansi langt til að reyna að fanga athygli hugsanlegra kaupenda á hinum ýmsu mörkuðum. „Þetta byrjaði í tóbaksauglýsingum og svo jafnt og þétt óx þetta. Það er til rosalega mikið efni um þetta á netinu," segir Hörður. „Þetta er mjög neikvætt, þetta sýnir mjög brenglaðar staðalímyndir af kynjunum og sérstaklega konum. Það er ótrúlegt að það nota allir kynlíf í auglýsingum, sama hvort þú ert að auglýsa sjampó, svitalyktareyði eða karlmannsnærbuxur." Hörður bætir við: „Fólk eru ekkert að fara að hætta að nota kynlíf í auglýsingum, þetta er notað til að sjokkera og vekja athygli og þetta virkar alveg til þess. Þetta er hinsvegar frekar neikvætt að því leyti að þetta getur orðið til þess þú útilokar stóran hóp kaupenda af því að það kann að móðgast og þetta getur líka ýtt undir neikvæðar staðalímyndir kynjanna. Dæmi um það er til dæmis auglýsingin hjá Benetton í Smáralind um daginn." Aðspurður að því hvort það sé óhjákvæmilegt að auglýsendur noti kynlíf í auglýsingum til að standast samkeppnisaðilunum snúning segir Hörður: „Það er alveg í boði að nota ekki kynlíf til að fanga athygli. Það er til dæmis hægt að nota húmor og margt margt annað. Það þarf ekki að nota hálfbera líkama til að auglýsa kexkökur."Þessi auglýsing fór fyrir brjóstið á sumum þegar hún kom út.Minna af kynlífi í íslenskum auglýsingum Hörður segir kynlíf í auglýsingum þó ekki mikið notað á Íslandi í samaburði við það sem gengur og gerist erlendis. Í ritgerðinni gerir hann að umtalsefni fræga auglýsingu frá Smáralind sem olli miklu fjaðrafoki þegar hún var birt. Frægt er að Guðbjörg Hildur Kolbeinsdóttir, doktor í fjölmiðlafræði, sagði myndina sýna barnunga stúlkuna í „velþekktri stellingu úr klámmyndunum," en ummælin voru mjög umdeild. Hörður er ekki sammála því að hægt sé að tala um auglýsingin sé klámfengin og að ekki hafi verið ástæða til að birta hana ekki. Hann tekur þó fram að stellingin sem stúlkan sést í sé óheppileg.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira