Sigmundur Davíð horfir til hagræðingarstefnu Svía Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 14:44 Sigmundur Davíð eygir efnahagsstefnu Svía, en Svíar hafa hagrætt mikið í velferðarkerfinu og eftirfalið einkaaðilum ýmsa þjónustu. Stefán/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er nú staddur í Svíþjóð þar sem hann fór á fund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Sigmundur sagði á blaðamannafundi eftir að hafa hitt forsætisráðherra Svíþjóðar að hann myndi „líta sérstaklega til fordæmis Svíþjóðar varðandi það hvernig ykkur tókst að að blása lífi í hagkerfið og koma því til nútímans." Hann bætti svo við: „Að sumu leyti tókust þið á við sömu erfiðleika og Ísland stendur frammi fyrir núna og fordæmi ykkar hefur að geyma mjög góðar lausnir á vandamálunum sem Ísland þarf að takast á við nú."Aukin einkavæðing og hagræðing í velferðarkerfinuÁ vef The Economist er fjallað um það þegar Svíar stóðu frammi fyrir miklum efnahagsvanda á níunda áratugnum eftir að hafa eytt um efni fram um langa hríð. Viðsnúningur hefur orðið í ríkisfjármálum síðan þá en Sænska hagkerfið hefur seinustu áratugina verið í örri framþróun. Svíar hafa búið við mikinn hagvöxt, lága skuldsetningu, lága verðbólgu og lágt atvinnuleysi í samanburði við önnur Evrópulönd. Hluti hins opinbera af vergri landsframleiðslu er þó um 50% og efnahagsstefna Svía hefur gjarnan verið kölluð hið „Nýja módel." Þessi árangur mun hafa náðst meðal annars með því að einfalda regluverk, draga mjög úr skuldsetningu opinberra aðila, hagræða verulega í velferðarkerfinu, lækka tekjuskatt og fela einkaaðilum að reka ýmsa þjónustu á borð við mennta- og heilbrigðisþjónustu. Á móti hækkuðu Svíar ýmsa aðra skatta. Þetta hafi að meginstefnu til verið gert án þess að ójöfnuður hafi aukist verulega. Ummæli Sigmundar bera það með sér að einhver ofantalinna atriða séu í farvatninu en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verður úttekt á skattkerfinu og skattkerfisbreytingum undanfarinna ára og lagðar fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum."Gagnrýni komið fram á hugmyndir ríkisstjórnarinnarHugmyndir um lækkun skatta og fyrirhugaða hagræðingu í ríkisfjármálum sem til stendur að ráðast í hafa sætt gagnrýni af hálfu ýmissa stjórnarandstæðinga. Núverandi ríkisstjórn hefur til dæmis sætt gagnrýni fyrir að leggja af stað með það sem stjórnarandstaðan kallar óraunhæfar aðgerðir í ljósi stöðu ríkissjóðs, til að mynda með fyrirætlunum sínum um að lækka svokallað veiðigjald. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er nú staddur í Svíþjóð þar sem hann fór á fund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Sigmundur sagði á blaðamannafundi eftir að hafa hitt forsætisráðherra Svíþjóðar að hann myndi „líta sérstaklega til fordæmis Svíþjóðar varðandi það hvernig ykkur tókst að að blása lífi í hagkerfið og koma því til nútímans." Hann bætti svo við: „Að sumu leyti tókust þið á við sömu erfiðleika og Ísland stendur frammi fyrir núna og fordæmi ykkar hefur að geyma mjög góðar lausnir á vandamálunum sem Ísland þarf að takast á við nú."Aukin einkavæðing og hagræðing í velferðarkerfinuÁ vef The Economist er fjallað um það þegar Svíar stóðu frammi fyrir miklum efnahagsvanda á níunda áratugnum eftir að hafa eytt um efni fram um langa hríð. Viðsnúningur hefur orðið í ríkisfjármálum síðan þá en Sænska hagkerfið hefur seinustu áratugina verið í örri framþróun. Svíar hafa búið við mikinn hagvöxt, lága skuldsetningu, lága verðbólgu og lágt atvinnuleysi í samanburði við önnur Evrópulönd. Hluti hins opinbera af vergri landsframleiðslu er þó um 50% og efnahagsstefna Svía hefur gjarnan verið kölluð hið „Nýja módel." Þessi árangur mun hafa náðst meðal annars með því að einfalda regluverk, draga mjög úr skuldsetningu opinberra aðila, hagræða verulega í velferðarkerfinu, lækka tekjuskatt og fela einkaaðilum að reka ýmsa þjónustu á borð við mennta- og heilbrigðisþjónustu. Á móti hækkuðu Svíar ýmsa aðra skatta. Þetta hafi að meginstefnu til verið gert án þess að ójöfnuður hafi aukist verulega. Ummæli Sigmundar bera það með sér að einhver ofantalinna atriða séu í farvatninu en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verður úttekt á skattkerfinu og skattkerfisbreytingum undanfarinna ára og lagðar fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum."Gagnrýni komið fram á hugmyndir ríkisstjórnarinnarHugmyndir um lækkun skatta og fyrirhugaða hagræðingu í ríkisfjármálum sem til stendur að ráðast í hafa sætt gagnrýni af hálfu ýmissa stjórnarandstæðinga. Núverandi ríkisstjórn hefur til dæmis sætt gagnrýni fyrir að leggja af stað með það sem stjórnarandstaðan kallar óraunhæfar aðgerðir í ljósi stöðu ríkissjóðs, til að mynda með fyrirætlunum sínum um að lækka svokallað veiðigjald.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira