Segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2013 18:38 Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira