Segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2013 18:38 Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira