Netbankar í hættu Hrund Þórsdóttir skrifar 19. júní 2013 19:04 Margir fengu í dag póst í nafni Íslandsbanka þar sem þeir voru beðnir að staðfesta notendaupplýsingar með því að tengjast netbanka í gegnum vefslóð sem gefin var upp í póstinum. Pósturinn var ekki frá bankanum heldur frá tölvuþrjótum sem reyndu með þessum hætti að komast yfir notendanöfn og lykilorð notenda netbankans. Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka, segir póstinn hafa borist frá Bandaríkjunum en ekki er vitað hverjir stóðu á bak við hann. „Það sem vakir fyrir þeim er auðvitað að ná í upplýsingar sem þeir geta nýtt sér til að afla fjár með ólögmætum hætti.“ Óljóst er hversu margir fengu tölvupóstinn, en hann fór ekki eingöngu á viðskiptavini Íslandsbanka. Pósturinn bar þess merki að texti hans hefði verið þýddur með þýðingarvél og flestir gerðu sér því grein fyrir að um svik væri að ræða. „Það skiptir mjög miklu máli að viðskiptavinir notist ekki við tengla sem þeir fá í tölvupósti frá ókunnugum aðilum. Íslandsbanki sendir aldrei út tölvupósta þar sem óskað er eftir að viðskiptavinir uppfæri persónuupplýsingar á borð við notendanafn með tölvupósti,“ segir Már. Viðskiptavinum er eftir sem áður óhætt að tengjast netbankanum í gegnum vefsíðu Íslandsbanka. Hafi einhverjir opnað linkinn í póstinum er ráðlegt að grípa til aðgerða. „Við mælum með því að viðkomandi skipti um lykilorð og það er reyndar mjög góð regla að skipta um lykilorð reglulega í netbankanum,“ segir Már. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Margir fengu í dag póst í nafni Íslandsbanka þar sem þeir voru beðnir að staðfesta notendaupplýsingar með því að tengjast netbanka í gegnum vefslóð sem gefin var upp í póstinum. Pósturinn var ekki frá bankanum heldur frá tölvuþrjótum sem reyndu með þessum hætti að komast yfir notendanöfn og lykilorð notenda netbankans. Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka, segir póstinn hafa borist frá Bandaríkjunum en ekki er vitað hverjir stóðu á bak við hann. „Það sem vakir fyrir þeim er auðvitað að ná í upplýsingar sem þeir geta nýtt sér til að afla fjár með ólögmætum hætti.“ Óljóst er hversu margir fengu tölvupóstinn, en hann fór ekki eingöngu á viðskiptavini Íslandsbanka. Pósturinn bar þess merki að texti hans hefði verið þýddur með þýðingarvél og flestir gerðu sér því grein fyrir að um svik væri að ræða. „Það skiptir mjög miklu máli að viðskiptavinir notist ekki við tengla sem þeir fá í tölvupósti frá ókunnugum aðilum. Íslandsbanki sendir aldrei út tölvupósta þar sem óskað er eftir að viðskiptavinir uppfæri persónuupplýsingar á borð við notendanafn með tölvupósti,“ segir Már. Viðskiptavinum er eftir sem áður óhætt að tengjast netbankanum í gegnum vefsíðu Íslandsbanka. Hafi einhverjir opnað linkinn í póstinum er ráðlegt að grípa til aðgerða. „Við mælum með því að viðkomandi skipti um lykilorð og það er reyndar mjög góð regla að skipta um lykilorð reglulega í netbankanum,“ segir Már.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira