Íslenski boltinn

Ég átti að fá víti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel

Tryggvi Guðmundsson bætti markamet sitt í efstu deild karla í dag en var vitaskuld hundóánægður með tap sinna manna í Fylki gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag.

ÍBV vann leikinn, 3-1, en Tryggvi kom til Fylkis frá Eyjamönnum að síðasta tímabili loknu. Hann hefur nú skorað alls 131 mark í efstu deild.

„Við erum okkar verstu óvinir. Við byrjum þennan leik mjög vel og erum mun betri - en svo skora þeir í sinni fyrstu sókn,“ sagði Tryggvi sem féll við í vítateig Eyjamanna seint í leiknum.

„Já, þetta var víti og [Bradley] Simmonds viðurkenndi það fúslega við mig um leið, sem og eftir leikinn sjálfan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×