Fótbolti

England gerði jafntefli í Brasilíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Oxlade-Chamberlain skorar fyrra mark Englands.
Oxlade-Chamberlain skorar fyrra mark Englands. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY

England og Brasilía skildu jöfn 2-2 í skemmtilegum leik í Brasilíu í kvöld. Öll mörk leiksins voru skoruð í seinni hálfleik þrátt fyrir þunga sókn Brasilíu í fyrri hálfleik.

Fred kom Brasilíu í 1-0 á 57. mínútu þegar hann fylgi vel eftir skoti Hernanes sem fór í slána og út í teiginn þar sem Fred náði góðu skoti í fyrsta sem söng í netinu.

Forskot Brasilíu entist í ellefu mínútur eða allt þar til varamaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain skoraði með góðu skoti eftir undirbúning Wayne Rooney.

Wayne Rooney skoraði svo sjálfur glæsilegt mark þegar hann smurði boltann upp í fjær hornið af um 20 metra færi þegar 11 mínútur voru til leiksloka.

Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Paulinho eftir sendingu frá Lucas metin fyrir heimamenn og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×