Ferðaþjónustan óttast mótmæli vegna hvalveiða Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2013 07:39 Mótmælendur ætla að þrýsta á Hollendinga og vilja að þeir setji fótinn niður vegna hvalveiða Íslendinga. Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira