Íslenski boltinn

Þrír leikmenn í Pepsi-deildinni dæmdir í bann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur Páll í leik með Val, en hann verður ekki með þeim rauðklæddu í næstu umferð.
Haukur Páll í leik með Val, en hann verður ekki með þeim rauðklæddu í næstu umferð. Mynd / valli

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag eins og alla þriðjudaga en eftir fundinn lá fyrir niðurstaða að þrír leikmenn í Pepsi-deild karla yrðu dæmdir í leikbann. 

Fjölmargir leikir fóru fram í Borgunarbikarnum um liðna helgi en þá fengu þrír leikmenn Pepsi-deildarinnar að líta rauða spjaldið með þeim afleiðingum að þeir voru í dag dæmdir í leikbann.

Hörður Árnason, Stjarnan, Haukur Páll Sigurðsson, Val, og Mate Jujilo, Víking Ó., voru allir dæmdir í eins leiks bann og missa því af 6. umferð Pepsi-deildarinnar sem fram fer í næstu viku.

Haukur Páll missir því að leiknum gegn Þór á Akureyri en leikmaðurinn hefur verið frábær fyrir Valsmenn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×