Fótbolti

Aron Einar fluttur á sjúkrahús

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar meiddist í kvöld
Aron Einar meiddist í kvöld Mynd / Daníel

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór úr axlarlið snemma í síðari hálfleik. Stöðva þurfti leikinn í töluverðan tíma áður en hann var borinn af velli sárþjáður.

„Læknateymið telur að hann sé farinn úr axlalið. Læknir landsliðsins var þó ekki viss hve alvarleg meiðslin væru,“ sagði Lars Lagerbäck.

Landsliðsþjálfarinn staðfesti að Aron Einar hefði verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann færi í röntgenmyndatöku. Þá fyrst kæmi í ljós hve alvarleg meiðsli fyrirliðans væru.

Svíinn sagði að fjarvera Arons Einars hefði haft áhrif á gang mála í leiknum. Staðan var 2-2 þegar fyrirliðinn fór af velli.

„Við vorum óheppnir að Aron skildi meiðast. Jafnvægið fór úr leik okkar þegar hann fór af velli,“ sagði Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×