Fótbolti

Emil: Vorum ekki nógu góðir

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Emil Hallfreðsson
Emil Hallfreðsson Mynd. / Daníel

„Þetta eru auðvitað vonbrigði. Það er alltaf leiðinlegt að tapa og þá sérstaklega eins og við gerum í dag. Þetta var hálf klaufalegt,“ sagði Emil Hallfreðsson eftir ósigurinn gegn Slóvenum í kvöld.

„Við lendum undir og komumst yfir en svo fannst mér eins og þeir fái ódýrt víti. Kannski var þetta víti en í fljótu bragði þá fannst mér dómarinn vera að jafna fyrir vítið sem við fengum.

„Við gerðum of mikið af klaufa mistökum og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Emil.

„Fyrri hálfleikurinn var fínn sóknarlega en varnarleikurinn var ekki nógu góður í heild sinni. Það segir sig sjálft þegar við töpum svona eins og við gerum í kvöld.“

„Mér fannst ég finna mig vel á kantinum í fyrri en fór inn á miðjuna þegar Aron meiddist. Ég veit ekki hvort það hafi haft áhrif á að sóknarleikurinn gekk ekki eins vel í seinni hálfleik. Veit ekki í fljótu bragði hvað olli því,“ sagði Emil að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×