Fótbolti

Sigur okkar var sanngjarn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Srečko Katanec, landsliðsþjálfari Slóvena
Srečko Katanec, landsliðsþjálfari Slóvena Mynd / Getty Images

Srečko Katanec, landsliðsþjálfari Slóvena, var hæstánægður með 4-2 sigurinn á Íslendingum á Laugardalsvelli í kvöld.

„Þetta var sanngjarn sigur. Við ætluðum okkur stigin þrjú og náðum í þau,“ sagði Katanec. Hann óskaði leikmönnum sínum til hamingju með sigurinn og breytinguna á gengi liðsins.

„Tveir sigrar í röð hjálpa liðinu andlega,“ sagði Katanec. Vísaði hann til 2-0 sigurs Slóvena á Tyrkjum í æfingaleik á dögunum. Þá dásamaði Katanec vinnusemi leikmanna á æfingum sem og í leikjum.

Slóvenar hafa sex stig eftir sex leiki og lyftu sér upp úr botnsæti riðilsins.

„Við þurfum að vinna alla leikina sem eftir er til þess að komast í lokakeppnina. Við sjáum hvað setur og leggjum áfram upp með sókndjörfum leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×