Fótbolti

Ósáttur við gula spjald Kolbeins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, nældi sér í gult spjald í síðari hálfleiknum á kjánalegan hátt.

„Ég er mjög vonsvikinn með gula spjaldið hans,“ sagði Lagerbäck sem hefur brýnt fyrir leikmönnum sínum að halda sér úr spjaldabók dómarans. Kolbeinn var ósáttur í síðari hálfleiknum þegar hann taldi Íslendinga eiga innkast. Dómarinn dæmdi Slóvenum boltann og kastaði Kolbeinn boltanum í höfuð Slóvenans, laflaust, en uppskar áminningu.

Gylfi Sigurðsson var í leikbanni í kvöld en annað spjald hans fékk hann fyrir að fara úr treyju sinni þegar hann fagnaði sigurmarkinu í Albaníu.

„Ef Kolbeinn fær annað gult spjald þá fer hann í bann,“ benti landsliðsþjálfarinn á. Þótt Svíinn væri ekki sáttur við agaleysi Kolbeins í tilfelli gula spjaldsins var hann ánægður með frammistöðu framherjans.

„Hann er mjög góður en hefur verið óheppinn. Hann skorar venjulega úr þessum færum en það má lítið út af bregða í færunum,“ sagði Svíinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×