Enski boltinn

Moyes búinn að kaupa sinn fyrsta mann fyrir Man. Utd

Guillermo Varela.
Guillermo Varela.

David Moyes, stjóri Man. Utd, gekk í gær frá sínum fyrstu kaupum er hann keypti úrúgvæska bakvörðinn Guillermo Varela frá Atletico Penarol. Kaupverð var ekki gefið upp.

Þetta er tvítugur strákur sem kom til United á reynslu í fyrra. Hann hefur því líklega fengið meðmæli frá fráfarandi stjóra, Sir Alex Ferguson.

Varela er á fullu með U-20 ára liði Úrúgvæ þessa dagana á HM. Þjálfari hans hjá Penarol, Jorge da Silva, hefur mikla trú á stráknum.

"Hann á þetta skilið. Það er leiðinlegt að sjá á eftir honum en það er ekki hægt að neita honum um þetta tækifæri," sagði Da Silva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×