Fótbolti

Falcao samdi við Monaco til fimm ára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Falcao í búningi Atletico Madrid.
Falcao í búningi Atletico Madrid. Nordicphotos/Getty

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao verður leikmaður AS Monaco í frönsku deildinni. Franska liðið staðfesti kaupin á framherjanum í dag.

Falcao, sem farið hefur á kostum með Porto og Atletico Madrid undanfarin ár, samdi við Monaco til fimm ára. Hann er 27 ára og verður kynntur til leiks á blaðamannafundi á næstunni.

„Við erum himinlifandi með að Radamel Falcao hafi ákveðið að leika með Monaco. Það er mikill heiður fyrir okkur að einn besti knattspyrnumaður heims sé klár í slaginn," segir Dmitry Rybolovlev forseti og eigandi félagsins.

Falcao hefur skorað 16 mörk í 44 landsleikjum fyrir Kólumbíu. Hann lék með River Plate frá 2005-2009 og sló svo í gegn í Evrópu með Porto. Hann hefur svo raðað inn mörkunum með Atletico Madrid undanfarin tvö tímabil.


Tengdar fréttir

Áburðarkóngurinn í Mónakó

Margir knattspyrnuáhugamenn hafa furðað sig á því að franska félagið AS Monaco sé farið að láta hraustlega til sín taka á leikmannamarkaðnum. Peningar virðast ekki skipta neinu máli miðað við síðustu kaup félagsins. Það er moldríkur Rússi sem stendur á bak við liðið en hann efnaðist á því að framleiða áburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×