Fótbolti

Grétar hættir eftir HM í Brasilíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grétar Rafn Steinsson hefur komið víða við á löngu ferli.
Grétar Rafn Steinsson hefur komið víða við á löngu ferli.

Knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson reiknar með því að spila sína síðustu leiki á ferlinum í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu næsta sumar ef karlalandsliðið kemst þangað.

Í viðtali við Rúv segist Grétar Rafn reikna með því að verða frá keppni vegna meiðsla fram í ársbyrjun 2014 hið minnsta. Siglfirðingurinn meiddist í hné í nóvember, fór í aðgerð í janúar og stefnir í aðra aðgerð í júlí.

„Ég reikna ekki með að halda áfram knattspyrnuiðkun eftir Tyrkland. Þannig að ég reikna með því að Brasilía verði síðasti viðkomustaðurinn," segir Grétar Rafn en samningur hans við Kayserispor rennur út vorið 2014.

Íslenska karlalandsliðið getur komist í toppsæti E-riðils í undankeppni HM 2014 með sigri á Slóveníu. Liðin mætast á Laugardalsvelli þann 7. júní.

Grétar Rafn stendur fyrir söfnun til styrktar Sumarbúðum í Reykjadal. Fremstu atvinnumenn- og konur Íslands hafa gefið treyjur sínar til styrktar verkefninu.


Tengdar fréttir

Hetjurnar gefa treyjur sínar

Yfir fimmtíu af fremstu knattspyrnukonum og -körlum Íslands hafa áritað og gefið treyju sína til styrktar Sumarbúðum í Reykjadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×