Íslenski boltinn

Vítaspyrnukeppni KV og Víkings

1. deildarlið Víkings sló Knattspyrnufélag Vesturbæjar, sem leikur í 2. deild, út úr Borgunarbikar karla í knattspyrnu að lokinni vítaspyrnukeppni.

Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. KV var manni fleiri í framlengingunni en tókst ekki að nýta sér liðsmuninn.

Úrslitin réðust þegar Ingvar Þór Kale varði spyrnu Skúla Jónssonar. Nánar í myndskeiðinu að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×