Íslenski boltinn

Vítaspyrnukeppni Þórs og Stjörnunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Stjarnan vann dramatískan sigur á Þór í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Eftir 3-3 jafntefli réðust úrslitin í bráðabana í vítaspyrnukeppni.

Stjarnan komst þrívegis yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu heimamenn jafn harðan. Jóhann Helgi Hannesson jafnaði í 2-2 undir lok venjulegs leiktíma og í lok framlengingar jafnaði nafni hans, Jóhann Þórhallsson, í 3-3 úr vítaspyrnu.

Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í vítakeppninni. Hana má sjá í myndskeiðinu að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×