Missti allt eftir sýruárás og árásarmennirnir ganga lausir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. maí 2013 13:48 Sonali Mukherjee hefur farið í 27 lýtaaðgerðir á andliti, jafnmargar og árin sem hún hefur lifað, en fyrir tíu árum síðan helltu þrír menn í borginni Delí á Indlandi sýru yfir andlit hennar. Mennirnir þrír, sem voru skólafélagar Mukherjee, höfðu áreitt hana en hún ekki virt þá viðlits. Þeir gripu því til hótana og sögðust ætla að „eyðileggja“ hana, en Mukherjee tók hótunum þeirra með fyrirvara. Þeir réðust síðan á hana þar sem hún lá sofandi á þaki húss síns, og helltu yfir hana sýru. „Það eina sem ég fann var gríðarlegur sársauki,“ sagði Mukherjee í viðtali við CNN. „Það var eins og einhver hefði hent mér á bál.“ Mukherjee blindaðist við árásina og eyru hennar brunnu af. Andlit hennar bráðnaði, og náði bruninn inn að hauskúpu.Misstu allt Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm fyrir árásina. Mukherjee áfrýjaði dómnum en málið hefur ekki hlotið endurupptöku. „Faðir minn eyddi hverri krónu, og seldi land okkar og gull til að borga lögfræði- og sjúkrakostnað í von um að réttlætið næði fram að ganga, en þegar upp er staðið höfum við misst allt á meðan mennirnir ganga lausir.“ Nýlega voru samþykkt lög á Indlandi sem kveða á um harðari refsingar við sýruárásum, og geta árásarmenn nú verið dæmdir til allt að ævilangrar fangelsisvistar fyrir slíka glæpi. Nýju lögin þykja þó ólíkleg til þess að hafa áhrif á mál Mukherjee. Mikið hefur verið fjallað um ofbeldi gegn konum á Indlandi eftir hópnauðgun sem var framin í strætisvagni í Delí rétt fyrir áramót. Árásin endaði með því að þolandinn, hin 23 ára Jyoti Singh, lést af sárum sínum. Umfjöllun CNN um mál Sonali Mukherjee má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vandinn sagður rista djúpt Tíðar fréttir af kynferðisárásum á Indlandi hafa vakið óhug og athygli víða. Indversk réttindasamtök segja lítið hafa breyst þrátt fyrir umfjöllunina. 23. apríl 2013 16:04 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Sonali Mukherjee hefur farið í 27 lýtaaðgerðir á andliti, jafnmargar og árin sem hún hefur lifað, en fyrir tíu árum síðan helltu þrír menn í borginni Delí á Indlandi sýru yfir andlit hennar. Mennirnir þrír, sem voru skólafélagar Mukherjee, höfðu áreitt hana en hún ekki virt þá viðlits. Þeir gripu því til hótana og sögðust ætla að „eyðileggja“ hana, en Mukherjee tók hótunum þeirra með fyrirvara. Þeir réðust síðan á hana þar sem hún lá sofandi á þaki húss síns, og helltu yfir hana sýru. „Það eina sem ég fann var gríðarlegur sársauki,“ sagði Mukherjee í viðtali við CNN. „Það var eins og einhver hefði hent mér á bál.“ Mukherjee blindaðist við árásina og eyru hennar brunnu af. Andlit hennar bráðnaði, og náði bruninn inn að hauskúpu.Misstu allt Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm fyrir árásina. Mukherjee áfrýjaði dómnum en málið hefur ekki hlotið endurupptöku. „Faðir minn eyddi hverri krónu, og seldi land okkar og gull til að borga lögfræði- og sjúkrakostnað í von um að réttlætið næði fram að ganga, en þegar upp er staðið höfum við misst allt á meðan mennirnir ganga lausir.“ Nýlega voru samþykkt lög á Indlandi sem kveða á um harðari refsingar við sýruárásum, og geta árásarmenn nú verið dæmdir til allt að ævilangrar fangelsisvistar fyrir slíka glæpi. Nýju lögin þykja þó ólíkleg til þess að hafa áhrif á mál Mukherjee. Mikið hefur verið fjallað um ofbeldi gegn konum á Indlandi eftir hópnauðgun sem var framin í strætisvagni í Delí rétt fyrir áramót. Árásin endaði með því að þolandinn, hin 23 ára Jyoti Singh, lést af sárum sínum. Umfjöllun CNN um mál Sonali Mukherjee má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vandinn sagður rista djúpt Tíðar fréttir af kynferðisárásum á Indlandi hafa vakið óhug og athygli víða. Indversk réttindasamtök segja lítið hafa breyst þrátt fyrir umfjöllunina. 23. apríl 2013 16:04 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Vandinn sagður rista djúpt Tíðar fréttir af kynferðisárásum á Indlandi hafa vakið óhug og athygli víða. Indversk réttindasamtök segja lítið hafa breyst þrátt fyrir umfjöllunina. 23. apríl 2013 16:04