Íslenski boltinn

Marksækinn og söngelskur Skagamaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Hallur Flosason skoraði annað marka ÍA í 2-0 sigri á Fram í gær en ef til vill vita færri að hann er einnig stórefnilegur tónlistarmaður.

Hallur er tvítugur og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir ÍA í gær en hann hefur spilað með meistaraflokki félagsins undanfarin þrjú sumur.

Hallur hefur verið duglegur við að setja inn myndbönd á Youtube þar sem hann tekur eigin útgáfur af þekktum slögurum.

Tileinkaði hann eitt lagið leikmönnum í meistaraflokkum karla og kvenna og þá sérstaklega „Ármanni, Palla og Jóa Kalla“ sem hafa stutt hann dyggilega í tónlistinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkru lög sem Hallur hefur tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×