„Mörg orð án mikils efnis“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. maí 2013 12:38 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Mynd úr safni „Ég hef nú bara rétt náð að hlaupa á honum en það sem vekur athygli er að það er ekki kveðið fast á orði um einstaka þætti,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem undirritaður var á Laugarvatni um hádegisbilið. „Það eru þarna almenn orð um mikilvæg verkefni eins og aðhald í ríkisrekstri og aukna verðmætasköpum á forsendum útflutnings, sem er nákvæmlega eins og við höfum verið að tala fyrir í núverandi ríkisstjórn undanfarin misseri. En það er ekki mikið um nýjar og handfastar aðgerðir.“ Árni Páll segir Samfylkinguna standa heilshugar á bak við hugmyndir komandi ríkisstjórnar um úrbætur í heilbrigðismálum. „En síðan kemur í ljós að það er eins og menn hafi ekki almennt hugrekki til þess að taka af skarið um einstaka þætti. Ekki verður lesið úr þessu að haldið verði áfram með byggingu Landsspítala, og það er athyglisvert að menn geti ekki staðið við stóru orðin varðandi skuldamálin.“Slegið úr og í með ESB-aðild Þá segir Árni Páll að sér virðist sem menn viti ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga varðandi aðild að Evrópusambandinu. „Það sem mér finnst athyglisvert er að það er slegið úr og í með aðildina. Þeir taka ekki af skarið í þessu efni og það er í þessu eins og öðru eins og menn séu ekki alveg ákveðnir í því hvert þeir ætli nákvæmlega að stefna. Ég tel það mikilvægt að aðildarviðræðunum verði haldið áfram, en það er auðvitað þannig að þeir hafa báðir sjálfir áður sagt að það sé erfitt að vera í samningum við ESB hafandi ekki sannfæringu fyrir því að ganga þangað inn. Það verður því erfitt fyrir þá að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu og kannski er það ástæðan fyrir því að við fáum þessar óljósu tímasetningar og óskýru línur.“ En var eitthvað í sáttmálanum sem kom Árna Páli á óvart? „Fyrst og fremst hvað það er ekki mikið í þessu. Ég óska þeim alls góðs og það er alveg ljóst að við munum mjög gjarnan vilja greiða fyrir framgangi mála er varða skuldastöðu heimilanna sem hafa verið veittar miklar væntingar í aðdraganda kosninga. Við munum hjálpa til við að tryggja framgang slíkra mála á sumarþingi, en það er mjög óljóst hvað það raunverulega verður sem þeir ætla að efna af þeim loforðum. Þar af leiðandi er þessi stjórnarsáttmáli svolítið mörg orð án mikils efnis.“ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
„Ég hef nú bara rétt náð að hlaupa á honum en það sem vekur athygli er að það er ekki kveðið fast á orði um einstaka þætti,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem undirritaður var á Laugarvatni um hádegisbilið. „Það eru þarna almenn orð um mikilvæg verkefni eins og aðhald í ríkisrekstri og aukna verðmætasköpum á forsendum útflutnings, sem er nákvæmlega eins og við höfum verið að tala fyrir í núverandi ríkisstjórn undanfarin misseri. En það er ekki mikið um nýjar og handfastar aðgerðir.“ Árni Páll segir Samfylkinguna standa heilshugar á bak við hugmyndir komandi ríkisstjórnar um úrbætur í heilbrigðismálum. „En síðan kemur í ljós að það er eins og menn hafi ekki almennt hugrekki til þess að taka af skarið um einstaka þætti. Ekki verður lesið úr þessu að haldið verði áfram með byggingu Landsspítala, og það er athyglisvert að menn geti ekki staðið við stóru orðin varðandi skuldamálin.“Slegið úr og í með ESB-aðild Þá segir Árni Páll að sér virðist sem menn viti ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga varðandi aðild að Evrópusambandinu. „Það sem mér finnst athyglisvert er að það er slegið úr og í með aðildina. Þeir taka ekki af skarið í þessu efni og það er í þessu eins og öðru eins og menn séu ekki alveg ákveðnir í því hvert þeir ætli nákvæmlega að stefna. Ég tel það mikilvægt að aðildarviðræðunum verði haldið áfram, en það er auðvitað þannig að þeir hafa báðir sjálfir áður sagt að það sé erfitt að vera í samningum við ESB hafandi ekki sannfæringu fyrir því að ganga þangað inn. Það verður því erfitt fyrir þá að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu og kannski er það ástæðan fyrir því að við fáum þessar óljósu tímasetningar og óskýru línur.“ En var eitthvað í sáttmálanum sem kom Árna Páli á óvart? „Fyrst og fremst hvað það er ekki mikið í þessu. Ég óska þeim alls góðs og það er alveg ljóst að við munum mjög gjarnan vilja greiða fyrir framgangi mála er varða skuldastöðu heimilanna sem hafa verið veittar miklar væntingar í aðdraganda kosninga. Við munum hjálpa til við að tryggja framgang slíkra mála á sumarþingi, en það er mjög óljóst hvað það raunverulega verður sem þeir ætla að efna af þeim loforðum. Þar af leiðandi er þessi stjórnarsáttmáli svolítið mörg orð án mikils efnis.“
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira