Enski boltinn

Rifbein fjarlægt vegna blóðtappa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Scott Sinclair, leikmaður Manchester City, gekkst undir aðgerð á dögunum þar sem rifbein var fjarlægt.

Sinclair missti af síðasta hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fengið blóðtappa í öxl.

Í ljós kom að efsta rifbeinið þrýsti á æð sem olli blóðtappanum. Sinclair þarf nú að taka blóðþynningarlyf næstu þrjá mánuðina og má ekki æfa á ný fyrr en að þeim tíma loknum.

Sinclair náði sér ekki á strik á tímabilinu og hafði verið orðaður við bæði Aston Villa og Everton. Það er þó óvíst að hann verði seldur í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×