Fótbolti

Messi frá í 2-3 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Barcelona hefur staðfest að Lionel Messi er tognaður aftan í læri og að hann verði frá næstu 2-3 vikurnar.

Messi hefur verið í vandræðum vegna meiðsla síðan í fyrri leik liðsins gegn PSG í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hann fór meiddur af velli er Barcelona vann Atletico Madrid um helgina, 2-1, en þá var liðið nýbúið að tryggja sér spænska meistaratitilinn.

Líklegt er að tímabilið sé því búið hjá Messi en það hefur þó ekki verið staðfest enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×