Fótbolti

Gamla lið Eiðs Smára farið á hausinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik me-ð AEK.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik me-ð AEK. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn gríska félagsins AEK Aþenu tilkynntu í dag að félagið væri að undirbúa það að lýsa sig gjaldþrota í byrjun næsta mánaðar en það hefur meðal annars þær afleiðingar að liðið spilar í grísku C-deildinni á næstu leiktíð.

AEK Aþena féll út grísku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð í fyrsta sinn í 89 ára sögu félagsins en rekstur félagsins gengur skelfilega og það skuldar meðal annars 170 milljónir evra í ógreidda skatta.

AEK þurfti að selja næstum því allt liðið sitt fyrir þetta tímabil til þess að safna pening svo liðið fengi keppnisleyfi á þessum tímabili.

Eiður Smári Guðjohnsen gerði starfslokasamning við AEK í júlí í fyrra en hann hafði skrifað undir tveggja ára samning við félagið ári áður. Eiður Smári samdi síðan við Cercle Brugge í október.

Arnar Grétarsson hætti einnig hjá félagin síðasta vor en hann hafði starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og var meðal annars maðurinn á bak við að Eiður Smári kom til AEK. Arnar er nú hjá Club Brugge eins og Eiður Smári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×