Fótbolti

Bjóðast til að spila leikinn aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty

Forráðamenn kvennaliðs Olympique Lyon hafa boðist til þess að spila aftur undanúrslitaleik Lyon og Montpellier í franska bikarnum en Lyon vann leikinn í vítakeppni. Ein vítaspyrna leikmanna Montpellier í vítakeppninni var ranglega dæmd ógild.

Leikurinn endaði 1-1 og fór því í vítakeppni. Leikmenn Montpellier héldu að þeir höfðu unnið vítaspyrnukeppnina þegar vítaspyrna Rumi Utsugi endaði í markinu. Skot hennar fór í stöngina, þaðan í markvörð Lyon og loks í markið.

Dómari leiksins dæmdi vítið hinsvegar ógilt og Lyon vann vítakeppnina á endanum 6-5. Lyon gaf út yfirlýsingu í dag þar sem félagið lagði til að leikurinn færi fram aftur ekki síst til að halda góðu sambandi á milli félaganna.

Franska knattspyrnusambandið mun taka endanlega ákvörðun um það hvort að leikur Lyon og  Montpellier verði endurtekinn.

Olympique Lyon hefur unnið franska meistaratitilinn undanfarin sjö ár og vann bikarinn einnig í fyrra eftir sigur á Montpellier í úrslitaleik.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×