Enski boltinn

Rio að framlengja við Manchester United

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rio að fagna titlinum í Manchester.
Rio að fagna titlinum í Manchester. Mynd/Nordic Photos/Getty

Rio Ferdinand er við það að framlengja samning sinn við Englandsmeistara Manchester United samkvæmt heimildum Sky fréttastöðvarinnar.

Samningur varnarmannsins við Manchester United rennur út nú í sumar en reikna má með því að hann skrifi undir eins árs framlengingu á næstu dögum.

Talið er að laun Ferdinand hjá Manchester United séu um 120.000 pund á viku og nýi samningurinn ku vera á svipuðum nótum.

Ferdinand varð Englandsmeistari með Manchester United í sjötta sinn á dögunum tilkynnti í vikunni að hann væri hættur að leika með enska landsliðinu til að einbeita sér að ferli sínum með félaginu.

„Ég held að hann hefði getað gert það fyrir ári síðan,“ sagði Sir Alex Ferguson um að Rio sé hættur með landsliðinu.

„Það að hætta með landsliðinu mun hjálpa honum eins og það hjálpaði Paul Scholes og vonandi mun Manchester United njót þess,“ sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×