Fótbolti

Arnór Smárason lék allan leikinn í góðum sigri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arnór stóð að vanda fyrir sínu hjá Esbjerg
Arnór stóð að vanda fyrir sínu hjá Esbjerg
Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Esbjerg sem sigraði Horsens 1-0 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er annar 1-0 sigur Esbjerg í röð.

Esbjerg fékk drauambyrjun þegar Martin Braithwaite strax á þriðju mínútu leiksins. Það reyndist eina mark leiksins þegar upp var staðið.

Esbjerg styrkti stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en Horsens er sem fyrr í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×