Fótbolti

PSG einum sigri frá titlinum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ancelotti léttur á brún enda titilnn í sjónmáli
Ancelotti léttur á brún enda titilnn í sjónmáli Mynd/Nordic Photos/Getty
PSG gerði 1-1 jafntefli við Valenciennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. PSG náði þar með sjö stiga forystu í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Gael Danic kom Valenciennes yfir á 17. mínútu og náði PSG ekki að jafna fyrr en Alex kom boltanum í markið á 83. mínútu.

PSG er með 84 stig á toppi deildarinnar, Marseille kemur þar á eftir með 77 stig þegar níu stig eru í pottinum og ljóst að lærisveinar Carlos Ancelotti eru komnir með níu fingur á franska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×