Að meðaltali þrjú vitni í kynferðisbrotamálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2013 12:52 Sviðsett mynd af kynferðisbrotamanni. Mynd/ Getty. Að meðaltali 3 vitni gefa lögreglu skýrslu í hverju kynferðisbrotamáli. Rannsókn lögreglunnar í nauðgunarmálum byggir á mjög fjölbreyttri vinnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hildur Fjóla Antonsdóttir, mann- og kynjafræðingur, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræðingur gerðu með aðstoð Maríönnu Þórðardóttur. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða vitni að aðdraganda brots, sem í mörgum tilfellum eru vinir og kunningjar. Kynferðisbrot eru aftur á móti þess eðlis að sjaldnast eru vitni að sjálfum atburðinum. Í skýrslu þremenninganna eru skoðuð nauðgunarmál sem tilkynnt voru lögregluembættum landsins árin 2008 og 2009. Í skýrslunni sem þremenningarnir afhentu innanríkisráðherra fyrir helgi kemur fram að lögregla tekur skýrslu af brotaþola og sakborningi í hljóði og mynd. Oftast er skýrsla tekin af vitnum en vitnaskýrslna í málum er nokkuð misjafn, eða allt frá engri og upp í sextán talsins. Önnur algeng gögn við rannsókn nauðgunarmála voru skýrsla sem greindi frá niðurstöðum úr réttarlæknisfræðilegri skoðun brotaþola á Neyðarmóttöku og sakborningar gengust í nokkrum tilfellum undir líkamsrannsókn hjá lögreglu í kjölfar handtöku. Þá lágu oft fyrir myndir sem lögregla tók af brotavettvangi, t.d. íbúð þar sem brotið hafði farið fram, umhverfi ef brotið fór fram utandyra eða innan úr bíl ef brotið var framið inni í bíl.Gögn frá Neyðarmóttöku liggja oft til grundvallar í rannsóknum. Mynd/ Heiða. Símagögn lágu oft fyrir Símagögn, sem sýndu t.d. yfirlit yfir símtöl og sms-skilaboð, lágu einnig oft fyrir sem og tölvugögn og þá oftast gögn af facebook-síðum eða afrit af MSN-samskiptum. Þá mátti stundum sjá að lögregla hafði rannsakað upptökur öryggismyndavéla utandyra t.d. í málum þegar óljóst var hvar brotið hafði átt sér stað eða þegar gerandi var óþekktur en ætla mátti að hann hafði verið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þá voru fyrir hendi skýrslur og mat sálfræðings, eða einstaka máli skýrsla geðlæknis, þar sem gerð grein fyrir andlegum afleiðingum brotsins á brotaþola. Áfengismagn í blóði var stundum mælt hjá brotaþola og/eða sakborningi í þeim málum sem voru áfengistengd og í málum sem Neyðarmóttaka og/eða lögregla hafði afskipti af mjög skömmu eftir að brotið var framið. Í einstaka málum lágu fyrir niðurstöður efnagreiningar vegna fíkniefna eða lyfja. Niðurstöður DNA greininga lá fyrir í nokkrum málum en DNA sýni eru send til útlanda til rannsóknar. Í nokkrum málum lágu fyrir gögn um myndsakbendingar þar sem brotaþolar voru beðnar um að skoða myndasafn lögreglu til að kanna hvort þær þekktu gerendur af myndunum. Þessari aðferð var eðli málsins samkvæmt aðeins beitt í þeim málum þar sem gerandi var óþekktur.Símagögn eru oft skoðuð.Mynd/ Getty.Bíla oft leitað Í nokkrum málum til viðbótar lágu fyrir gögn vegna leitar að bifreiðum í eigu sakbornings en þá var oft einnig um að ræða mál þar sem gerendur voru óþekktir. Í einstaka málum lágu fyrir gögn um að ákæruvaldið hefði farið fram á farbann fyrir dómi, en í slíkum málum voru sakborningar erlendir og talin hætta á þeir myndu yfirgefa landið. Við leit að óþekktum gerendum notaðist lögregla við ýmsar aðferðir til að reyna að hafa uppi á þeim, svo sem með því rannsaka upptökur úr öryggismyndavélum, rannsaka símagögn, senda lífssýni í DNA rannsókn, afla upplýsinga úr þjóðskrá eða skrá um bílnúmer, lýsa eftir gerendum og sýna brotaþola myndasafn lögreglu. Rannsóknarvinna lögreglu var því fjölbreytt og mismunandi eftir málum. Í skýrslunni kemur samt fram að í flestum málum vissi brotaþoli hver sakborningurinn var og brotaþoli gat nafngreint hann strax við upphaf rannsóknar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Að meðaltali 3 vitni gefa lögreglu skýrslu í hverju kynferðisbrotamáli. Rannsókn lögreglunnar í nauðgunarmálum byggir á mjög fjölbreyttri vinnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Hildur Fjóla Antonsdóttir, mann- og kynjafræðingur, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræðingur gerðu með aðstoð Maríönnu Þórðardóttur. Þar er í mörgum tilfellum um að ræða vitni að aðdraganda brots, sem í mörgum tilfellum eru vinir og kunningjar. Kynferðisbrot eru aftur á móti þess eðlis að sjaldnast eru vitni að sjálfum atburðinum. Í skýrslu þremenninganna eru skoðuð nauðgunarmál sem tilkynnt voru lögregluembættum landsins árin 2008 og 2009. Í skýrslunni sem þremenningarnir afhentu innanríkisráðherra fyrir helgi kemur fram að lögregla tekur skýrslu af brotaþola og sakborningi í hljóði og mynd. Oftast er skýrsla tekin af vitnum en vitnaskýrslna í málum er nokkuð misjafn, eða allt frá engri og upp í sextán talsins. Önnur algeng gögn við rannsókn nauðgunarmála voru skýrsla sem greindi frá niðurstöðum úr réttarlæknisfræðilegri skoðun brotaþola á Neyðarmóttöku og sakborningar gengust í nokkrum tilfellum undir líkamsrannsókn hjá lögreglu í kjölfar handtöku. Þá lágu oft fyrir myndir sem lögregla tók af brotavettvangi, t.d. íbúð þar sem brotið hafði farið fram, umhverfi ef brotið fór fram utandyra eða innan úr bíl ef brotið var framið inni í bíl.Gögn frá Neyðarmóttöku liggja oft til grundvallar í rannsóknum. Mynd/ Heiða. Símagögn lágu oft fyrir Símagögn, sem sýndu t.d. yfirlit yfir símtöl og sms-skilaboð, lágu einnig oft fyrir sem og tölvugögn og þá oftast gögn af facebook-síðum eða afrit af MSN-samskiptum. Þá mátti stundum sjá að lögregla hafði rannsakað upptökur öryggismyndavéla utandyra t.d. í málum þegar óljóst var hvar brotið hafði átt sér stað eða þegar gerandi var óþekktur en ætla mátti að hann hafði verið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þá voru fyrir hendi skýrslur og mat sálfræðings, eða einstaka máli skýrsla geðlæknis, þar sem gerð grein fyrir andlegum afleiðingum brotsins á brotaþola. Áfengismagn í blóði var stundum mælt hjá brotaþola og/eða sakborningi í þeim málum sem voru áfengistengd og í málum sem Neyðarmóttaka og/eða lögregla hafði afskipti af mjög skömmu eftir að brotið var framið. Í einstaka málum lágu fyrir niðurstöður efnagreiningar vegna fíkniefna eða lyfja. Niðurstöður DNA greininga lá fyrir í nokkrum málum en DNA sýni eru send til útlanda til rannsóknar. Í nokkrum málum lágu fyrir gögn um myndsakbendingar þar sem brotaþolar voru beðnar um að skoða myndasafn lögreglu til að kanna hvort þær þekktu gerendur af myndunum. Þessari aðferð var eðli málsins samkvæmt aðeins beitt í þeim málum þar sem gerandi var óþekktur.Símagögn eru oft skoðuð.Mynd/ Getty.Bíla oft leitað Í nokkrum málum til viðbótar lágu fyrir gögn vegna leitar að bifreiðum í eigu sakbornings en þá var oft einnig um að ræða mál þar sem gerendur voru óþekktir. Í einstaka málum lágu fyrir gögn um að ákæruvaldið hefði farið fram á farbann fyrir dómi, en í slíkum málum voru sakborningar erlendir og talin hætta á þeir myndu yfirgefa landið. Við leit að óþekktum gerendum notaðist lögregla við ýmsar aðferðir til að reyna að hafa uppi á þeim, svo sem með því rannsaka upptökur úr öryggismyndavélum, rannsaka símagögn, senda lífssýni í DNA rannsókn, afla upplýsinga úr þjóðskrá eða skrá um bílnúmer, lýsa eftir gerendum og sýna brotaþola myndasafn lögreglu. Rannsóknarvinna lögreglu var því fjölbreytt og mismunandi eftir málum. Í skýrslunni kemur samt fram að í flestum málum vissi brotaþoli hver sakborningurinn var og brotaþoli gat nafngreint hann strax við upphaf rannsóknar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira