Innlent

Vilja að verksamningi um Álftanesveg verði frestað

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
Umdeilt er hvort leggja eigi veg um Gálgahraun.
Umdeilt er hvort leggja eigi veg um Gálgahraun.
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands skora á framkvæmdaraðila nýs Álftanesvegar, að fresta undirritun verksamnings við Íslenska aðalverktaka þar til fyrir liggur fullnægjandi úttekt á núverandi vegstæði í samræmi við svokallaða núlllausn samkvæmt lögum. Þau  minna á að eldhraun eins og Gálgahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

„Það er ekkert sem hefur komið fram sem segir að endurbætur á núverandi vegi yfir hraunið yrði lakari kostur en nýr vegur," segir Helena Mjöll Jóhannsdóttir er formaður samtakanna.

Helena bendir á umhverfismat sem var gert fyrir hraunið á sínum tíma sé orðið meira en tíu ára gamalt og það sé sjálfsagt að kanna hvort það þarfnist endurnýjunar. Meðal annars virðist forleifaskráningu ábótavant.

Helena segir að samtökin muni beita sér frekar í þessum málum ef þurfa þyki. „Við erum mörg félagasamtök á sviði náttúruverndar og ég er nýbúin að vera á fundi með umhverfissráð aog það voru greinilega efst á baugi þessar framkvæmdir í gálgahrauni, að það væri óásættanlegt hvað væri að fara að gera.  Ég veit að við stöndum á bak við allt til að reyna að vernda hraunið," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×