"Gunni er miður sín" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 09:15 Nordicphotos/Getty Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira
Gunnar Nelson er á leiðinni í uppskurð á hné á föstudag. Talið er að bardagakappinn sé með rifinn liðþófa í hné. „Gunni er auðvitað miður sín enda búinn að leggja mikið á sig og undirbúa sig vel. Þetta er eins og þegar strákarnir í landsliðinu í handboltanum detta út fyrir Ólympíuleikana," segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson.Vísir greindi frá því í morgun að ekkert yrði af UFC-bardaga Gunnars við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí næstkomandi. UFC tilkynnti í nótt að Gunnar væri meiddur og mun Rick Story fylla í skarð Gunnars. „Það fóru að koma smellir í hnéð á honum á fimmtudaginn. Hann fór strax til sjúkraþjálfara sem sagði að þetta hljómaði það alvarlega að hann hringdi beint í Örnólf," segir Haraldur. Örnólfur Valdimarsson, sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum, telur að Gunnar sé með rifinn liðþófa. Það fáist þó ekki staðfest fyrr en í aðgerðinni sem Gunnar mun gangast undir á föstudag.Gunnar gegn Jorge Santiago.Nordicphotos/Getty„Gunnar hafði auðvitað hlakkað mikið til enda rosalega dagskrá, flottur bardagi og á flottum stað. Þetta er auðvitað rosalega leiðinlegt. En þú stýrir þessu ekkert. Svona gerist og nú þarf hann bara að hugsa um að ná sér góðum. Vonandi getur hann barist strax í lok sumars," segir Haraldur. Haraldur segir að Gunnar hafi fundið fyrir meiðslum í hné á fimmtudaginn. Framundan var æfingaferð í New York en halda átti utan þremur dögum síðar. Ákvað hann því að bíða og sjá hvernig staðan yrði á föstudeginum. Hún var engu betri og úr varð að Örnólfur Valdimarsson læknir skoðaði Gunnar síðdegis á föstudag. „Við vorum náttúrulega á leiðinni út þannig að Örnólfur var mjög almennilegur. Hann hitti okkur eftir vinnu og kíkti á þetta. Það er auðvitað allt uppbókað hjá þessum körlum," segir Haraldur.Nordicphotos/GettyHaraldur segir þá feðga hafa velt því fyrir sér að fara utan í myndatöku og jafnvel framkvæma aðgerðina þar. Svo hafi óvænt losnað tími í sneiðmyndatöku í gær og Örnólfur framkvæmi aðgerðin á föstudag. Haraldur var í samskiptum við UFC langt fram á nótt. Hann segir þá hafa tekið málinu vel og talið skynsamlegt að Gunnar myndi ekki berjast í Las Vegas svo stuttu eftir aðgerðina. „UFC fylgist mjög vel með honum og endurbata hans. Örnólfur segir ekki ástæðu til að ætla annað en þetta gangi mjög vel og hann verði kominn á fullt eftir nokkurn tíma og verði klár í sumar," segir Haraldur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. 10. apríl 2013 08:23