Erlent

Beinagrind mammúts fannst í Mexíkóborg

Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa uppgötvað beinagrind mammúts sem hneig niður og drapst fyrir tugþúsundum ára þar sem íbúðahverfið Milpa Alta í Mexíkóborg stendur nú.

Beinagrindin þykir í afar góðu ástandi en slíkur fundur er án fordæma í Mexíkó. Vísindamennirnir áætla að dýrið hafi vegið um tíu tonn og verið um þriggja metra hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×