Innlent

Tímamótasamningur í tannlækningum undirritaður í dag

Nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar fyrir börn verður undirritaður í dag klukkan þrjú.

Samningurinn markar tímamót frá því að samningur milli Tannlæknafélagsins og Tryggingastofnunar ríkisins rann út árið 1998 samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Tannlæknar hafa að mestu starfað án samninga síðan þá en það hefur verið umdeilt í samfélaginu í ljósi versnandi tannheilsu barna hér á landi.

Auk ráðherra verða á fundinum forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, formaður Tannlæknafélags Íslands og fulltrúar úr samninganefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.